Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 30
30 LÆKNANEMINN hafði hann dottið á olnbogann. Það var mikil bólga um liðamótin og upp eftir handleggnum og greinilegt hæmatom hafði myndast. Mér var engin leið að palpera beinin út í gegnum hinn mikla bólguþrota og ætlaði að fara að gera ráðstafanir til að senda drenginn suður. Eg mundi þá allt i einu eftir því, að Amerikaninn á Stokksnesi hafði yfir i-öntgentækjum að ráða og gæti ég reynt að biðja þá að taka mynd af þessu fyrir mig. Það var auðsótt mál og þótt myndirnar væru frekar lélegar, þá var vel hægt að sjá, að í aftur fleti humerus rétt ofan við condylana, var aðeins smá sprunga, eins og kvarnast hefði út úr beininu. Ekki gat ég séð neitt annað athugavert, hvorki á ant- post. eða profil mynd, og ákvað því að gera að þessu sjálfur. Ég hef oft hugsað um það síðan, að réttara hefði verið að senda þessi brot frá sér. En það er auðvelt að vera vitur á eftir og of seint að iðrast. Ef til vill er það erfiðast í héraðslæknisstarfinu að vita, hvenær maður á að senda sjúkl- ing frá sér, og hvenær ekki. Ein kona fékk ileus af völdum hernia incarcerata, og sendi ég hana rakleitt á Landspítalann. Eina stóra traumaið, sem ég með- höndlaði, var raunar fyrir utan minn verkahring, því að það var á kú en ekki manni. Veslings kusa hafði verið svo óheppin, að verða fyrir stórri og rosalegri ámoksturskvísl, sem sett er framan á traktora til að lyfta heyi upp á vagna. Einn gaddur kvíslarinnar, sem er ca. ein tomma í diameter stakkst á kaf í belginn á henni fyrir framan og neðan spina iliaca post.sup. Eftir það hefur gaddurinn dregist út á móts við crista, skrallað þar eitthvað á henni, en stungist síðan inn aftur og gekk nú upp á við og aftur, á milli beins og gluteal vöðva, og kom út yfir sacrum í miðlínu. Það sem ég furðaði mig mest á, er ég hafði kannað þennan ljóta áverka, var hversu brött skepnan var. Það var varla hægt að segja, að hún væri hölt og hafði góða lyst á grasinu á túninu. Hún hafði kröftugan og reglu- legan puls og ekki vottur um skjálfta, svo að varla var hún búin að fá hita. Mér fannst einsýnt að farga þyrfti dýr- inu, einkum þegar ég heyrði hvernig loftið kvissaðist út um sáropið við hvern andardrátt og heyrði annaðslagið hvern- ig gutlaði í blóðinu i kviðarholinu. En við nánari umhugsun og með tilliti til almenns ástands beljunnar, fannst mér, að ég yrði að reyna eitthvað, þótt horf- urnar um bata væru vægast sagt léleg- ar. Ég skammast mín fyrir að segja frá því, hvað ég gerði eða öllu heldur hvern- ig ég framkvæmdi aðgerðina, ef aðgerð skyldi kallast. Ég ákvað að reyna að loka öllu heila klabbinu, gefa kusu svo duglegan skammt af antibiotica og láta guð og lukkuna um afganginn. Nauts- húðin var seig og þykk. Ég var búinn að brjóta tvær af stærstu nálunum sem ég hafði með mér i töskunni, án þess að komast í gegnum hana. Þá datt mér í hug, að rúllupylsunálar og seglgarn hlyti að vera til á bóndabænum, og það stóð heima. Eftir að ég hafði sorfið góð- an odd á nálina og þrætt hana segl- gaminu, gekk saumaskapurinn betur. Það var góður hæmostasis í sárinu, en ógjörningur að ætla sér að sauma þetta saman í lögum, því að dimmt var af nóttu og ekki önnur birta en af raf- magnshundi er hékk í dyrum gripa- hússins. Ég tók sporin eins djúpt og ég gat, og það get ég sagt ykkur, að það voru heroískar víddir, sem hvert spor brúaði. Tveir menn heldu kúnni, en hún virtist ekki hafa mikla tilkenningu fyrir nálarstungunum, nema þegar ég stakk í gegnum húðina, en þá launaði kussa fyrir sig og defæceraði á fætur minar og skó. Það var líka lagleg verkun að þrífa sig á eftir og steriiitetið — guð minn góður, það er víst bezt að minnast ekki á það. Þótt lygilegt sé þá varð kusa albata á 10 dögum og var þá búin að ná upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.