Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 5

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 5
LÆKNANEMINN gripið til annarra ráða. Til þess hafa verið gerðir svok&ilaðir Betatronar-Cyklotronar og Van deGraaffs generatorar. Með þeim má fá geisla, sem svara til spennu upp í 200 millj. volt. í þeim er hraði electronanna eða annara atomhluta aukinn með því að láta segulsvið verka á þau í þrepum. Spennan sjálf er ekki ýkja há. Orka geislanna er gefin upp í Mev. (miljón electrovolt), sem segir til um hraðann, en ekki spennuna. 1 Mev er sá hraði, sem electrona fær við það að verða fyrir 1 millj. volta, spennu, þ.e. segir til um kinetiska orku þeirra. Slíkir geislar eru sagðir ultra- harðir. Spennan gefur gróft til kynna hörku geislanna, straummagnið ,,Amperin“ gefa til kynna geisla- magnið. Það er í réttu hlutfalli við amperafjöldann. f venjulegum tækjum er straummagnið 20—30 mA. Þegar röntgengeislar lenda á efni verða þeir flestir fyrir nokkr- um breytingum um stefnu og/eða orkuinnhald, þ.e. absorberast. Ab- sorptionin fer eftir því 1) hve harðir geislarnir eru, þ.e. vaxandi harka minnkandi absorption að óbreyttu absorptionsefni. 2) eftir atomþunga absorptionsefnisins, þ. c. vaxandi atomþungi, vaxandi ab- sorption. Fari röntgengeislar í gegnum cfni óbreyttir, hafa þeir engin áhrif á það, þeir geta breytt um stefnu án þess að verða fyrir orku- tapi. Það er kölluð klassisk dreif- ing. Absorption getur verið með þrennu móti 1) photoabsorption. Þá eyðist geislinn alveg og öll orka hans fer í það að rífa elektrónu úr braut sinni frá atomi því í absorptionsefninu, sem geisl- inn lenti á. Elektronan er kölluð photoelectrona. Yfirleitt eru það mjúkir geislar sem absorberast þannig 2) Comptons absorption. Þá hrífur geislinn electronu af braut sinni, missir jafnframt nokkuð af kinetisku orkunni, held- ur áfram sem bylgjulengri geisli, en gjarnan með breytta stefnu, oftast þó lítið breytta eða öfuga við geislastefnuna upphaflegu, sjaldnast beint til hliðar. Sá geisli getur svo á ný hrifið aðra elect- ronu af braut sinni úr öðru atomi o.s.frv. þar til hann eyðist til fulls. Slík absorption er yfirgnæf- andi við 200—400 kv. spennu, og hefur því mikla þýðingu í venju- legri röntgen djúptherapi. 3) Ab- sorption með ,,parmyndun“. Þeg- ar spenna er komin yfir 1 MeV getur röntgengeisli í nærveru efn- is horfið, en í stað hans komið í ljós 1 electrona og 1 positrona, þ. e. hann materialiserast. Þegar svo electrona og positrona renna sam- an, eyðast þær, en í ljós koma 2 geislar, andstæðir í stefnu, en að orku samanlagðri jafnir upphafs geislanum. Slík geislun er kölluð annihilationsgeislun. Með vaxandi parmyndun vex penetration geisl- anna að vissu maximum við 20— 30 Mv. Minnkar á ný úr því með vaxandi spennu. Röntgengeislar geta haft ýmis konar kemisk áhrif t. d. þá, að sverta röntgenfilmu og er hún raunar mjög næm fyrir þeim, þarf ekki nema þúsundustu hluta úr ,,r“ til þess að sýna litarbreytingu á henni og því hagnýt til þess að mæla litla geislaskammta t.d. þá sem starfsfólk röntgendeilda verð- ur fyrir í vinnu sinni. Öbrúkleg hins vegar til að mæla mikið geislamagn, því svertumismunur verður ekki greinanlegur og þar með heldur ekki geislamagn. Rönt- gengeislar geta og breytt lit ým-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.