Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 21
LÆKNANEMINN
21
manna um öll erfiðari vandamál,
en heldur var þó leitazt við að
skammta kandidatinum vanda-
minni tilfellin. Aðbúnaður kandi-
data var mjög góður, og kandi-
datsherbergið mjög vel búið hús-
gögnum og ágætis sjónvarpi.
I sambandi við kandidatsstörf
má geta þess, að alsiða er að
danskir stúdentar, sem komnir
eru nærri lokaprófi taki að sér
slík störf á sumrin í 2 til 4 mán-
uði, og eru þeim skammtaðir %
hlutar af kandidatslaunum. Sér-
staklega er auðvelt að fá slík
„sommervikariöt“ á spítölum úti á
landi, og töldu kandidatar þarna
mjög líklegt að íslenzkir stúdent-
ar langt komnir með nám, gætu
fengið slík störf. Sömuleiðis skild-
ist mér, að sem stendur væri
fremur auðvelt fyrir erlenda
kandidata að komast þar í turnus-
pláss. Finnst mér þetta hvort-
tveggja athugandi fyrir íslenzka
stúdenta og kandidata.
Einn daginn þarna brá ég mér
í heimsókn á fysiurgisk afdeling.
Gat þar að líta hversdagslega
hluti, svo sem leikfimisal og sund-
laug, en inn á milli allskonar
furðuleg tæki, sem hlýtur að hafa
þurft talsvert ímyndunarafl til
þess að setja saman. Það sem
vakti hvað mest athygli mína var
svonefnd „strækbehandling", sem
notuð var við diskdegenerationir
og prolapsa. Var hér endurvakið
hið gamla eftirlætistæki spánska
rannsóknarréttarins, steglur og
hjól, og sjúklingar teygðir með
25—50 kílóa togi í y2 klst. annan
hvern dag. Venjan er að gera
þetta 12—18 sinnum, og er þetta
notað jafnt við ambulant sjúkl-
inga og þá sem inni liggja. Flestir
sjúklingar fá á eftir sjúkraleik-
fimi með æfingum á gluteal- og
hryggvöðvum. Þykir þetta gefa
ágæta raun og forða mörgum
manninum frá aðgerð, sem annars
yrði óhjákvæmileg. Einnig var
þarna tæki til að lyfta fólki upp
á höfðinu, einkum notað við
affektionir í hálsliðum, en eitthvað
hefur sú raun þótt meiri, því að
þar var hver maður aðeins hafð-
ur í 10 mínútur. Fékk ég snöggv-
ast að reyna báðar meðferðirnar,
en baðst þó vægðar þegar komið
var upp í 35 kg. og hefði helzt
ekki viljað liggja í því í y2 klst.
Annars báru sjúklingar sig vel yf-
ir þessu, og stúlkan sem yfir þeim
vakti sagði það fremur fátítt, að
fólk gugnaði á meðferðinni.
Ekki er hægt að segja svo frá
dvöl sinni þarna, að ekki sé minnzt
á aðbúnaðinn. Próf. Bertelsen
hafði verið svo vinsamlegur að
láta íslenzku stúdentunum (Sverr-
ir Bergmann dvaldist þarna síðar
um sumarið) í té ókeypis fæði og
húsnæði, en það mun annars ekki
tíðkast fyrir stúdenta í stúdenta-
skiptum við sjúkrahús í Kaup-
mannahöfn. f stuttu máli sagt var
fæðið eitt hið herlegasta sem ég
hef kynnzt, enda sprengdi ég ut-
an af mér alla leppa meðan ég
dvaldi þarna. Herbergið var líka
prýðilegt, sem fyrr er lýst, og
símaklefi og bað handan við
ganginn.
Það var aðeins eitt sem bjátaði
á — tungumálið. Reyndar var
alveg furða, hvað blessaðir Dan-
irnir skildu í þessu hrafli minu,
en hitt var öllu verra að skilja þá.
Eftir nokkra daga vandist ég þó
á að skilja marga þeirra, þegar
þeir töluðu til mín og vönduðu sig.
Framan í aðra hváði ég venjulega
þrisvar, nikkaði svo og brosti og
þóttist hafa skilið allt. Og allan
tímann skildi ég varla orð í sam-
ræðum Dana sín á milli, og þannig
fór margur stofugangurinn og