Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 32

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 32
32 LÆKNANEMINN IFMSA og II. aðalþing þess, sem hann sat í Madrid í ágúst sl., minntist síðan á Styrktarsjóð læknadeildar Hásk. Isl. og breytingar þær, sem stjórn félags- ins hyggst gera á skipulagsskrá hans, svo unnt verði að nýta það fé sem í honum er. Þá minntist hann stuttlega á næstu stúdentaráðskosningar og bar að lokum fram tillögu um nýjan kaup- taxta Félags læknanema, sem sam- þykkt var samhljóða. Kauptaxtinn er því sem hér segir: Daglaun: Síðasti hluti: kr. 385,00-f-frítt fæði, húsnæði og ferðir. Miðhluti: kr. 330,00+frítt fæði, húsnæði og ferðir. Timakaup: Síðasti hluti: dagvinna kr. 53,00 +6% orlof, eftirvinna kr. 80,00 +6% orlof. Miðhluti: dagvinna kr. 42,00 +6% orlof, eftirvinna kr. 63,00 +6% orlof. Fundinn sóttu um 60 manns. Fundur vai' haldinn í Félagi lækna- nema 27. nóvember 1962. Formaður setti fundinn og bauð gest hans, Gunnar Guðmundsson lækni, vel- kominn, og gaf honum siðan orðið. Gunnar talaði um subarachnoid blæð- ingar og angiografiur á aa. carotis et vertebralis. Fyrst ræddi hann um helztu tegundir intracranial blæðinga, en sneri sér síðan að subarachnoid blæðingum og tók fyrst fyrir tiðni, flokkun og or- sakir. Þá ræddi hann um einkenni og greiningu og sneri sér siðan að með- ferðinni, bæði kirurgiskri og medicinskri og gerði að umtalsefni mismunandi framtakssemi í meoferðinni á Englandi og á Norðurlöndunum. Loks ræddi Gunnar um angiografiur og gildi þeirra. Að loknu erindi Gunnars ui'ðu tölu- verðar umræður og varð hann að svara all möi'gum spurningum. Næst flutti Anna K. Emilsdóttir yfir- lit yfir störf stúdentaráðs þess, er nú situr. Þá tók formaður til máls og bar fram tillögu um að kjósa þriggja manna nefnd til að gera tillögur um hagræð- ingu á kennslufyrirkomulagi í deildinni. Var hún samþykkt samhljóða og eft.ir- taldir menn kosnir í nefndina: úr 1. hl. Brynjólfur Ingvarsson, úr II. hl. Bjarni Hannesson og úr III. hl. Kristinn Guð- mundsson. Því næst bar formaður fram tillögu um að kjósa þriggja manna nefnd til að gera skipulagða rannsókn á högum læknanema. Kvað hann þetta brýnt mál, sem læknanemai' yrðu að leysa af hendi, þar ser.i ekki væri útlit fyrir að stúd- endaráð ætlaði að beita sér fyrir sams- konar rannsókn hjá stúdentum almennt. í nefndina voru kosin Gísli G. Auðuns- son, Jón Stefánsson og Guðrún Agnars- dóttir. Loks bar formaður fram tillögu, þar sem segir að læknanemar þurfi að bæta aðstöðu sína í stúdentaráði, og sam- þykki fundurinn því að kjósa nefnd sem hafi samráð við stjórn félagsins um undirbúning næstu kosninga. Var til- lagan samþykkt samhljóða og eftirtaldir menn kosnir í hana: úr 1. hl. Sigurður Björnsson, úr 2. hl. Isak Hallgrimsson og úr III. hl. Anna K. Emilsdóttir. Þá tók til máls Gísli Auðunsson og og bar fram tillögu um að fundurinn skori á núverandi fulltrúa félagsins í stúdentaráði, Önnu K. Emilsdóttur, að gefa kost á sér sem fulltrúi fráfarandi stúdentaráðs í næsta stúdentaráði. Var tillagan samþykkt með lófataki. Ekki voru fleiri mál tekin fyrir á fundinum. Fundinn sóttu rúml. 60 manns. ST0DENTASKIPTI 1 samtali við Auðólf Gunnarsson um- sjónarmann stúdentaskipta kom fram eftirfarandi: Ellefu hafa sótt um að komast í stú- dentaskipti á næsta ári. Af þeim hafa flestir sótt um að komast til Englands, en þangað munu ekki allir komast, sem vilja, og verða því að velja sér önnur lönd í staðinn. Fyrir utan England er um að velja öll Norðurlöndin og Þýzka- land. Ekki er ennþá vitað hvað margir erlendir læknastúdentar munu koma hingað. Algjört hámark mun vera að senda út 11 manns vegna fjárhagsörð- ugleika, ef taka verður á móti jafn- mörgum í staðinn. Á þessu stigi máls- ins er ekki hægt að segja hvað miklir peningar koma í hvers hlut, en vonast er til að við verðum ekki eins afskiptir af stúdentaskiptasjóði eins og í fyrra og að sömu rausnar gæti af hálfu ann- ara aðila og þá. Sagt fyrir próf. Það er alltaf gott að hafa lues a.m.k. á bak við annað eyrað. (H. Þór.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.