Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 32

Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 32
32 LÆKNANEMINN IFMSA og II. aðalþing þess, sem hann sat í Madrid í ágúst sl., minntist síðan á Styrktarsjóð læknadeildar Hásk. Isl. og breytingar þær, sem stjórn félags- ins hyggst gera á skipulagsskrá hans, svo unnt verði að nýta það fé sem í honum er. Þá minntist hann stuttlega á næstu stúdentaráðskosningar og bar að lokum fram tillögu um nýjan kaup- taxta Félags læknanema, sem sam- þykkt var samhljóða. Kauptaxtinn er því sem hér segir: Daglaun: Síðasti hluti: kr. 385,00-f-frítt fæði, húsnæði og ferðir. Miðhluti: kr. 330,00+frítt fæði, húsnæði og ferðir. Timakaup: Síðasti hluti: dagvinna kr. 53,00 +6% orlof, eftirvinna kr. 80,00 +6% orlof. Miðhluti: dagvinna kr. 42,00 +6% orlof, eftirvinna kr. 63,00 +6% orlof. Fundinn sóttu um 60 manns. Fundur vai' haldinn í Félagi lækna- nema 27. nóvember 1962. Formaður setti fundinn og bauð gest hans, Gunnar Guðmundsson lækni, vel- kominn, og gaf honum siðan orðið. Gunnar talaði um subarachnoid blæð- ingar og angiografiur á aa. carotis et vertebralis. Fyrst ræddi hann um helztu tegundir intracranial blæðinga, en sneri sér síðan að subarachnoid blæðingum og tók fyrst fyrir tiðni, flokkun og or- sakir. Þá ræddi hann um einkenni og greiningu og sneri sér siðan að með- ferðinni, bæði kirurgiskri og medicinskri og gerði að umtalsefni mismunandi framtakssemi í meoferðinni á Englandi og á Norðurlöndunum. Loks ræddi Gunnar um angiografiur og gildi þeirra. Að loknu erindi Gunnars ui'ðu tölu- verðar umræður og varð hann að svara all möi'gum spurningum. Næst flutti Anna K. Emilsdóttir yfir- lit yfir störf stúdentaráðs þess, er nú situr. Þá tók formaður til máls og bar fram tillögu um að kjósa þriggja manna nefnd til að gera tillögur um hagræð- ingu á kennslufyrirkomulagi í deildinni. Var hún samþykkt samhljóða og eft.ir- taldir menn kosnir í nefndina: úr 1. hl. Brynjólfur Ingvarsson, úr II. hl. Bjarni Hannesson og úr III. hl. Kristinn Guð- mundsson. Því næst bar formaður fram tillögu um að kjósa þriggja manna nefnd til að gera skipulagða rannsókn á högum læknanema. Kvað hann þetta brýnt mál, sem læknanemai' yrðu að leysa af hendi, þar ser.i ekki væri útlit fyrir að stúd- endaráð ætlaði að beita sér fyrir sams- konar rannsókn hjá stúdentum almennt. í nefndina voru kosin Gísli G. Auðuns- son, Jón Stefánsson og Guðrún Agnars- dóttir. Loks bar formaður fram tillögu, þar sem segir að læknanemar þurfi að bæta aðstöðu sína í stúdentaráði, og sam- þykki fundurinn því að kjósa nefnd sem hafi samráð við stjórn félagsins um undirbúning næstu kosninga. Var til- lagan samþykkt samhljóða og eftirtaldir menn kosnir í hana: úr 1. hl. Sigurður Björnsson, úr 2. hl. Isak Hallgrimsson og úr III. hl. Anna K. Emilsdóttir. Þá tók til máls Gísli Auðunsson og og bar fram tillögu um að fundurinn skori á núverandi fulltrúa félagsins í stúdentaráði, Önnu K. Emilsdóttur, að gefa kost á sér sem fulltrúi fráfarandi stúdentaráðs í næsta stúdentaráði. Var tillagan samþykkt með lófataki. Ekki voru fleiri mál tekin fyrir á fundinum. Fundinn sóttu rúml. 60 manns. ST0DENTASKIPTI 1 samtali við Auðólf Gunnarsson um- sjónarmann stúdentaskipta kom fram eftirfarandi: Ellefu hafa sótt um að komast í stú- dentaskipti á næsta ári. Af þeim hafa flestir sótt um að komast til Englands, en þangað munu ekki allir komast, sem vilja, og verða því að velja sér önnur lönd í staðinn. Fyrir utan England er um að velja öll Norðurlöndin og Þýzka- land. Ekki er ennþá vitað hvað margir erlendir læknastúdentar munu koma hingað. Algjört hámark mun vera að senda út 11 manns vegna fjárhagsörð- ugleika, ef taka verður á móti jafn- mörgum í staðinn. Á þessu stigi máls- ins er ekki hægt að segja hvað miklir peningar koma í hvers hlut, en vonast er til að við verðum ekki eins afskiptir af stúdentaskiptasjóði eins og í fyrra og að sömu rausnar gæti af hálfu ann- ara aðila og þá. Sagt fyrir próf. Það er alltaf gott að hafa lues a.m.k. á bak við annað eyrað. (H. Þór.)

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.