Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN
19
clryggvi niunclsson, stiid. mecL:
DA NMERK URDVÖL
Það var að kvöldi hins 31. maí
s. 1. að undirritaður rak kollinn
inn um gluggagat púrtners Orto-
pædisk hospital í Kaupmannahöfn
og tjáði honum á sinni beztu
,,gullaldardönsku“, að hér væri
kominn „Ásmundsson fra Island"
til mánaðar „studieophold“ þar á
staðnum. Púrtnerinn brosti elsku-
lega og bauð Ásmúnsen velkom-
inn þreif tösku mína og stikaði
að lyftudyrum merktum: „Til afd.
for börn med cerebral parese“.
Ekki var ég þó vistaður hjá bless-
uðum börnunum heldur vísaði
maðurinn mér til gestaherbergis
búnu 1. fl. húsgögnum, klæddum
hárauðu áklæði, en af veggskrauti
bar þar mest á stórfengilegri mynd
af Kristjáni X á hestbaki. Síðan
fékk ég að sannfærast um ágæti
danskrar eldamennsku og sofnaði
að því búnu með létta tachycardi.
Ortopædisk hospital er stór
stofnun a.m.k. á okkar mæli-
kvarða. Rúmafjöldi er alls um 275
og er stofnuninni skipt í 2 kir.
deildir, deild I og II, sem starfa
að mestu óháðar hvor annarri.
Auk þess er þar „Fysiurgisk af-
deling“, sem sér um æfingameð-
ferð bæði sjúklinga á spítalanum
og ambulanta. Röntgendeild er þar
einnig og loks er þar svo deild
fyrir spastisk börn sem rúmar 12
börn. Ég var vistaður á deild I,
sem starfar undir stjórn próf. dr.
med. Arne Bertelsen. Auk hans
störfuðu 6 læknar og 2 kandidatar
við deildina þann tíma sem ég var
þar.
Starfstilhögun er þarna með
nokkru öðru móti en við eigum
r,ð venjast. Opererað var annan
hvern dag og byrjað kl. 8 eins og
hér tíðkast. Talsvert var misjafnt
hvað opererað var, en þegar mest
gekk á var skorið stanzlaust á
3 stofum fram til hádegis og
stundum lengur á einhverri þeirra.
Aðgerðir voru vitanlega nær ein-
göngu ortopediskar og kenndi þar
margra grasa. Þarna fékk ég að
assistera talsvert, enda var ég eini
stúdentinn á deildinni fyrri hluta
mánaðarins. Lögðu læknarnir sig
fram við að útskýra aðgerðirnar,
bæði fyrir og meðan á þeim stóð.
Þá daga sem ekki var opererað,
var genginn rækilegur stofugang-
ur. Höfðu 1. aðstoðarlæknarnir
tveir hvor sína deild (d. I A og B),
en auk þess hafði annar þeirra
allstóra barnadeild að mestu á
sínum snærum. Var sú venja á
barnadeildinni að þar gekk kandi-
dat fyrst, en síðan kom venjulega
aðstoðarlæknirinn og „tölti einn
eldsnöggan" og leit gjarnan aðeins
á þau tilfelli, sem kandidat ósk-
aði eftir. Auk þess gekk prófess-
orinn og einn læknir með honum
venjulega um allar deildir og leit
á helztu vandasömu tilfellin. Það
vakti athygli mína á stofugangi,
að læknarnir önnuðust að mestu
sjálfir skiptingu á sárum og eins
tóku þeir oftast saumana sjálfir.
Röntgenmyndir voru einnig alltaf
hafðar með, en ekki látin duga lýs-
ing á þeim í journölum. Voru
myndirnar mjög haganlega merkt-