Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 24
LÆKNANEMINN
[Páll lþórhallsson, stud. med.:
MEDICUS
Það ei' vænlegast strax í upphafi
þessa máls að biðja lesendur afsökunar
á lélegum stíl og stirðri frásögn. Ég
veit, að hvort tveggja er fyrir neðan
allar hellur. En hvað um það? Það
vantar alltaf einhverja til að skrifa í
Læknanemann, og ég get ekki skorast
undan. Ég ætla að reyna að segja ykkur
frá reynslu minni sem vicariant sl.
sumar. Ef ég hefði vitað það í sumar,
að ég myndi skrifa um þetta, þá hefði
ég reynt að halda dagbók, sem senni-
lega hefði gefið skýrari hugmynd um
daglegt amstur vicariantsins og áhyggj-
ur hans af því starfi, sem hann í mörg-
um tilfellum er að vinna upp á von
og óvon. 1 trausti þess, að menn virði
verkið fyrir viljann, sýð ég þetta sam-
an eftir minni og hef ég þennan for-
mála ekki lengri.
VICARIUS
Ég hafði ráðið mig sem aðstoðarlækni
héraðslæknisins í Hafnarhreppi í sumar-
leyfi hans frá 10. júlí — 10. ágúst með
samþykki landlæknis, og fékk ég því
til staðfestingar skipunarbréf frá dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu. 1 héraði
þessu situr Kjai-tan Árnason héraðs-
læknir og hefur hann aðsetur á Höfn í
Hornafirði.
Það er auðveldast að fljúga til Horna-
fjarðar, og gerði ég það. Ekki var það
þó fyrr en í annari tilraun, aö flugvélin
komst niður úr þokuþykkninu yfir
Hornarfirði.
Ég var kominn á áfangastaðinn og
mér létti stórum. Ég verð að játa, að
allt frá þeim degi, að ég tók þetta
starf á hendur, hafði ég beðið þessarar
stundar með kvíða og eftirvæntingu.
Ég hafði aðeins átt tal við héraðs-
tiltölulega merku tímamótum að
hafa náð fimmtán árgöngum.
—o—-
Þau boð útgengu á s.l. hausti,
að opinberir starfsmenn skyldu fá
greidda sjö prósent uppbót á laun
sín frá og með 1. júní s.l. Þetta
þýddi m.a., að nokkrir krónískt
blankir læknastúdentar áttu inni
smásummu á skrifstofu ríkisspít-
alanna. Ekki hafði sú ágæta
skrifstofa fyrir því að tilkynna
mönnum, að þeir ættu þar inni
laun (eins og það bréf hefði þó
glatt hina voluðu) heldur skyldi
láta ráðazt, hvort vitneskjan um
þessi sjö prósent færi fram hjá
mönnum eða ekki. Sneru menn sér
til skrifstofunnar skyldu þeir fá
skjóta afgreiðslu, en hinir, sem
ekki fylgdust með, engan aur og
gætu sjálfum sér um kennt. En
það má skrifstofan eiga, að hún
heldur nákvæmlega til haga hverri
þeirri kröfu, sem liún hefur ú
hendur læknanemum, þótt lágar
séu að krónutali og þess var
vandlega gætt að draga fæði frá
einum kollega okkar, er hann um
tíma titlaðist aðstoðarsvæfingar-
læknir meðan hann afplánaði sinn
kursus á Fæðingardeildinni. Mikil
er gæfa okkar þjóðar, að á þessum
síðustu og verstu tímum, skuli þó
a.m.k. finnast ein opinber skrif-
stofa, sem ekki hefur bruðl að leið-
arljósi.