Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 17
LÆKNANEMINN
17
Læknanám og læknakennsla
Haukur Kristjánsson, dósent.
Það þætti víst ærið fjarstæðu-
kennt að læra til bílprófs án öku-
tækis. En kennsla í sumum grein-
um læknisfræði við Háskóla ís-
lands hefir þó allt fram á síðustu
ár verið hliðstæð því. Sem betur
fer hefir nokkuð rofað til í þess-
um efnum undanfarið, og vonandi
birtir betur, áður en langt um líð-
ur. Háskóli íslands var í upphafi
af vanefnum ger og fyrst og
fremst til þess ætlaður að bæta úr
embættismannaskorti landsmanna,
og ber hann þess enn nokkurn svip.
Læknadeildin ein var ætluð raun-
vísindum, en hefir alla tíð dregið
alltof mikinn dám af hinum hug-
lægt þenkjandi systurdeildum
sínum.
Ritstjóri Læknanemans hefir
óskað álits míns á því, hvernig
breyta ætti kennslutilhögun deild-
arinnar, og er mér ljúft að verða
við tilmælum hans, en þar eð mig
skortir nána þekkingu á ýmsum
þáttum kennslunnar, hlýtur svari
mínu að verða þröngur stakkur
skorinn.
Það er skoðun mín, að þeir er
hug hafa á læknisfræðinámi, ættu
þegar að hefja það í síðustu bekkj-
um menntaskólanna. Þar mætti
kenna margt af því, sem nú er
kennt í fyrsta hluta, en til þess
þarf auðvitað að gerbreyta
menntaskólunum frá því, sem nú
er. Nám í líffærafræði hefir lengi
verið eitt mesta vandræðamál
allrar læknisfræðikennslunnar.
Vegna fámennis og annara þjóð-
félagslegra aðstæðna hefir verið
ómögulegt að framkvæma lík-
skurði í deildinni a. m. k. hefir svo
verið í mörg ár, en án líkskurða
verður þessi mikilvæga grein
aldrei lærð, svo í lagi sé. Síðast-
liðið ár fóru nokkrir stúdentar til
Skotlands til æfinga í líkskurði, og
er vonandi, að það tákni þáttaskil.
Vitanlega gæti einnig komið til
mála að fá lík erlendis frá og
kryf ja þau hér heima. Hvergi væri
meiri þörf umsjónarkennara
(tutors) en við líffærafræði-
kennslima, en það fyrirkomulag
væri raunar æskilegt í öllum
meiri háttar greinum deildarinn-
ar. Annars brestur mig nána þekk-
ingu á núverandi kennslutilhögun
í fyrsta hluta og miðhluta, og
mun því leiða þau mál að mestu
hjá mér.
Vegna þess vandræðaástands,
sem ríkt hefir í sjúkrahúsmálum,
hefir kliniska kennslan hvergi
nærri verið svo góð sem skyldi. Nú
hillir undir aukið spítalarými með
auknum sjúklingafjölda og um
leið fjölþættari sjúkdóma en áður.
Þetta gefur stórbætta möguleika
til betri kennslu, og reynir nú á
forráðamenn læknadeildar til