Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Side 18

Læknaneminn - 01.06.1965, Side 18
18 LÆKNANEMINN bætts skipulags. Innan skamms verða í notkun hér í Reykjavík þrír allstórir almennir spítalar, og þarf að gera ráðstafanir til þess að gjörnýta þá til kennslu. Þurfa allir starfandi læknar þar að leggja hönd á plóginn í stað örfárra út- valdra. Vel lízt mér á tillögu Sigurðar Samúelssonar, prófessors, að kenna sem mest í námskeiðum og þá gjarnan að skipta stúdentum í smáhópa. Allir þurfa spítalarnir að koma upp lesstofum og funda- herbergjum, því án slíks eru þeir óhæfir til kennslu. Sameiginlegir umræðufundir lækna og stúdenta eru mjög áhrifaríkir til náms, séu þeir vel skipulagðir. Ber að leggja ríka áherzlu á virka þátttöku stúdenta í þeim, en reynsla mín af íslenzk- um læknastúdentum er, að þeir séu alltof hlédrægir, og eru þeir í þeim efnum mjög ólíkir t. d. amerískum stéttarbræðrum sínum. Samstarf íslenzkra lækna er hvergi nærri svo gott sem skyldi. Ég held, að læknadeildin dragi nokkurn dám af þessu. Þau átta ár, sem ég hef fengizt við kennslu þar, hef ég aðeins þrisvar verið boðaður á fund með hinum kennurunum, og var þá rætt um mjög sérstök mál varandi lækna- deild, en alls ekkert um hina al- mennu kennslu. Þetta gefur mér grun um, að hver kennari starfi nú nánast sjálfstætt án þess, að um nokkurt heildarskipulag kennslunnar sé að ræða. Þetta má ekki svo lengur til ganga. Það hlýtur að vera grundvallarskilyrði til góðs árangurs, að kennslulið allt sé samvirkt. Hér myndu sam- eiginlegir umræðufundir, er ég hef áður nefnt, bæta mikið úr. Þegar frá eru taldar Fæðingar- deild Landspítalans og Slysavarð- stofan, eru ekki til neinar stofn- anir fyrir ambulant læknaþjón- ustu, er stúdentar hafa aðgang að. Þetta er mjög bagalegt, því að slíkar stofnanir veita ómetanlega möguleika til náms. Sjúkdómar þeir, sem mest ber á innan veggja legudeilda spítalanna, eru venju- lega einhæfir, og ýmsir algengustu kvillar sjást þar aldrei. Theodór Skúlason, yfirlæknir, hefir stungið upp á því, að stúdentarnir fái þetta bætt með kennslu utan sjúkrahúsanna, og væri slíkt vissulega athugandi. En hvernig sem þessu kann að verða fyrir komið, þurfa lækna- nemar og sjúklingar að mætast sem oftast, og munu báðir hafa gott af. Svo eru það prófin, sem í nú- verandi mynd eru einskonar hroll- vekja flestra stúdentanna og jafn- vel aðstandenda þeirra. Þau gleypa nú hvorki meira né minna en tvo mánuði af hinum stutta en dýr- mæta kennslutíma ár hvert, og svo er nákvæmni þeirra mikil, að undr- um sætir. Menn fá 10,49 í meðaltal, og er það 2. einkunn, svo fá kannski aðrir einni kommu of mik- ið. En mér skilst, að svona sé þetta hjá danskinum, og auðvitað eltum við hann. Og hvað skal svo segja um mat hinna einstöku greina? Dæmi: Efnafræði gildir jafnt og líffærafræði. Lyfjafræði gildir jafnt og sýklafræði að við- bættri meinvefjafræði ásamt und- irgreinum. Þá eru heilbrigðisfræði og réttarlæknisfræði hvor um sig metnar sem heilar einingar. Auð- vitað er þetta hringavitleysa, sem ekki nær nokkurri átt. Að vísu telja margir prófin ýta undir menn til aukinnar vinnu. Þetta er sjálfsagt rétt, en þegar þess er gætt, að þululærdómur úr bókum gefur beztan árangur á

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.