Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 21
LÆKNANEMINN 21 endur hafi ekki tök á að tileinka sér nema brot af þeim. Dæmi um þetta eru Gray’s Anatomy, Cecil hinn mikli og meinafræði Robbins. Oft virðist reglan vera sú, að nýr kennari noti tækifærið að lengja námsefni sitt um helming eða meira. Ef til vill er erfitt að stöðva þessa þróun, en ráðamenn þurfa að koma auga á, að hér er vandamál á ferðinni, og helzt takmarka vald einstakra kennara til að auka óhóflega við grein sína. Einnig virðast ráðamenn deildarinnar mega hafa meira í huga en nú tíðkast þær breytingar, sem stöð- ugt eiga sér stað á mikilvægi hinna einstöku námsgreina. Theo- dór Skúlason, dósent, ræddi í síð- asta Læknanema, að þörf væri á kennslu í ýmsum nýjum greinum, og benti á þjóðfélagsfræði, sál- fræði o. fl. Fróðlegt væri að vita, hvort þessi mál hefur borið á góma í deildinni. Sumar greinar þróast afar ört, og mikið bætist við þekkinguna á hverju ári. Aðr- ar standa að mestu í stað. Slíkar breytingar krefjast breyttrar stundatöflu, en ekki alltaf aukins tímafjölda. Þá er mikilli áhugi ríkjandi á því meðal stúdenta að kynnast nánar starfi heimilis- lækna og þeim vandamálum, sem þeir glíma við. Engin sérstök vandkvæði virðast á því, að nokkr- ir valdir heimilislæknar séu fengn- ir til að taka stúdenta með sér í vitjanir og kenna þeim. Prófin í núverandi mynd valda ýmsum erfiðleikum. Ég skal taka dæmi: Nemendur reyna oftast að skipta sjúkrahúsnámskeiðum svo niður, að þeim sé að mestu lokið mörgum mánuðum fyrir próf. Af því leiðir, að fræðileg undirstaða er oft ekki fyrir hendi, þegar hennar gerist þörf á námskeiðum. Sjúk- dóma- og lyfjaheiti, sem bregður fyrir á námskeiðum, eru að mestu dauður bókstafur í augum nem- enda, sem litla eða enga kennslu hafa hlotið í viðkomandi náms- greinum. Verst kemur þetta nið- ur á miðhlutastúdentum. Það er í rauninni fráleitt að telja nemendur, sem ekkert hafa les- ið í meinafræði og enn síður lyflæknisfræði, færa um að gera viðunandi sjúkraskrár. Nám- skeiðin væru því bezt komin á síð- ustu mánuðum mið- og síðasta hluta, ef fyrirkomulag prófa væri ekki Þrándur í Götu. Æskilegast væri, að prófin í núverandi mynd væru lögð niður, en hver kennari hefði undir sínum verndarvæng ákveðinn fjölda stúdenta, fylgdist með þeim og úrskurðaði þá nóg- samlega búna undir næsta stig námsins í fyllingu tímans. Þetta fyrirkomulag tíðkast með sumum þjóðum og ætti að vera auðvelt í framkvæmd hér, þar sem stúdent- ar eru fáir. Með þessu móti yrði lestur jafnari yfir námstímann, hinn óheppilegi og óholli þrældóm- ur fyrir prófin hyrfi úr sögunni og mat kennara á þekkingu nem- enda yrði að jafnaði raunhæfara. Kennarar kvarta oft undan því, að próf skipi of háan sess í hugum nemenda. Þetta getur ekki breytzt, meðan núverandi fyrirkomulag er við lýði. Hér er mikil þörf úrbóta. Að lokum langar mig að drepa á atriði, sem hefur áður borið á góma í Læknanemanum. Það er málfar íslenzkra lækna. Hvergi er betra tækifæri til að ganga af nú- verandi slangurmáli dauðu en í læknadeild Háskóla íslands. Hæfir menn hafa unnið mikið og gott starf við sköpun nýyrða, sem yfir- leitt eru vel nothæf, sum frábær. Það er hugleti, ósamboðin háskóla- borgurum að hafna hinum íslenzku orðum, þó að hin erlendu séu tam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.