Læknaneminn - 01.06.1965, Síða 26
26
LÆKNANEMINN
Ég lærði það aldrei að marki. Þeir
í Greenwich segjast ætla að
byggja nýtt sjúkrahús mjög fljót-
lega. Þetta var farið að kvisast um
síðustu aldamót. Það er eins og
þar og hér á íslandi, að talað er
um og ráðgert æði lengi, áður haf-
ið er. Byggingin sem sagt gömul,
læknarnir aftur á móti ungir flest-
ir og ágætir, að ég mátti dæma.
Sem fyrr segir, hafði ég hugsað
mér að vera á lyflæknisdeild. I
viðtökupappírum, sem ég fékk, var
sagður ákveðinn vinnutími o. s.
frv., en auðvitað mátti ég haga
mér eins og mér sýndist, og það
gerði ég; þvældist um allar deildir
á öllum tímum sólarhrings, engu
háður.
Ég vil segja strax, að ég álít, að
með dvöl sem þessari megi mikið
læra í læknisfræði og að sjálfsögðu
sitthvað þar út fyrir, hafi menn
hug á. Mér fór svo, að minna lærði
ég í faginu en mátt hefði, en þá
ýmislegt annað í staðinn. Ég var
fjórar vikur á sjúkrahúsinu. Hin-
ar fyrstu tvær var ég duglegur, þá
þriðju átti ég við constipation að
stríða — sú vika fór fyrir lítið —
og þá fjórðu var ég allar stundir
„í bænum.“
Ég var yfirleitt á deildum fyrir
hádegi, en síðdegis fór ég oft á
svonefnda out-patient clinic, en
það eru stofnanir nátengdar
sjúkrahúsum, þar sem sérfræðing-
ar hafa bækistöðvar sínar og taka
á móti fólki, sem þeirra leitar. Á
deildum var mesti fjöldi sjúklinga
og þar með hinum ólíklegustu
sjúkdómum að kynnast, og er það
mikilvægt. Annað var ekki lítil-
vægara, að á fjölmennum deildum
má sjá sama sjúkdóminn í hinum
breytilegustu myndum. Og raunar
fannst mér að á out-patient klínik-
inni væri hvað fróðlegast að vera.
Þar varð hver sjúkdómur svo oft á
vegi manns. Ég var sinn daginn
með hverjum sérfræðingi og hafði
bæði mikið gagn og gaman af. Af
þessum sökum þykist ég mega
hvetja læknanema til námsferða
utan, en raunar af fleiri sökum
líka, þótt ég nefni ekki hér.
Við þetta sjúkrahús, sem ég
dvaldist á, voru læknar frá fjölda-
mörgum löndum, einkum sam-
veldislöndunum, bæði við sér-
fræðinám og almenn störf. Þeir
voru af öllum mannlegum litum;
þetta gerði andrúmsloftið sér-
kennilegt og viðkunnanlegt, að
mér fannst. Að kynnast fólki með
ólíkar skoðanir og lífsvenjur þeim,
sem við höfum alizt upp við, er
ekki aðeins gaman, heldur megin-
nauðsyn. Um hjúkrunarkonur og
annað starfslið er hið sama að
segja, það var alls staðar af jarð-
kúlunni. Mér kom á óvart, hve
margt fólk í Englandi er ,,litað“.
Það mun vera langflest í London
sjálfri. Og mér varð ljóst betur en
áður, að kynþáttavandamálið er
erfitt viðureignar líka í Englandi,
enda þótt það sé ekki opinbert. ■—
og Bretinn muni seint viðurkenna
það. En hér á fslandi er okkur
nauðsyn að diskútera þessi mál og
kynna okkur betur. Það er aðeins
tímaspursmál, hvenær við þurfum
að taka hreina afstöðu til þess, og
höfum reyndar fengið nasasjón af
fyrir nokkrum mánuðum. Ég verð
að viðurkenna, að ég hef lítið
kynnt mér þessi mál; hef því ekki
hreina afstöðu. Mér líkaði yfirleitt
vel við þá menn af öðrum kyn-
stofni, er ég hafði skipti við á ferð
minni, ekkert síður en hvíta. Það
segir raunar ekki mikið. En ég get
sagt annað, að ég mundi síður
vilja, að dóttir mín giftist svörtum
manni. Ég er það íhaldssamur.
Þetta er þátturinn ég vil. Lái mér