Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 36
36 LÆKNANEMINN yr 4 eSldmÐniS Fundur var haldinn í Félagi lækna- nema 3. marz 1965. Gestur fundarins var Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir, og flutti hann fyrirlestur um hyper- parathyroidismus. Ræddi Sigurður fyrst um almenna fysiologiu parathyroid- kirtlanna, en vék síðan að ofstarfsemi þeirra og rakti einkenni sjúkdómsins. Áheyrendum til glöggvimar hafði Sig- urður uppi spjöld nokkur, en á þeim voru einkennin flokkuð niður og aðal- atriðin dregin skýrum táknum. Öll var ræða Sigurðar hin gleggsta og skil- merkilegasta og flutt af þeirri orku og eldmóði, sem honum eru gefin. Að fyr- irlestrinum loknum voru bornar fram nokkrar fyrirspurnir, en síðan gengið til kaffidrykkju. Fyrsta tbl. Læknanemans 1965 var dreift á fundi þessum, og reyndi fólk að ylja sér við kaffi og lestur blaðsins. Setti þó hroll að liðinu því kalt var í húsinu, enda kominn ís á firði fyr- ir norðan um þetta leyti. Sigurður Björnsson, hinn nýkjömi fulltrúi lækna- nema í stúdentaráði, greindi frá fréttum úr ráðinu að lokinni drykkju, og hitn- aði mönnum ekki að heldur. Sunnudaginn 14. marz 1965, kl. 15.00, var fundur settur í Félagi læknanema, og var hann liður í árshátíð félagsins. Dr. med. Óskar Þórðarson, yfirlæknir, var gestur fundarins, og flutti hann er- indi um siðareglur lækna. Dr. Óskar gaf fyrst sögulegt yfirlit, ræddi um bernsku læknisfræðinnar og þær siða- reglur, sem þá sköpuðust, hvernig þær hafa þróazt og breytzt til þess, sem þær eru í dag. Gerði dr. Óskar síðan grein fyrir alþjóðasiðareglum lækna, Genfarheitinu frá 1948, og las helztu atriði úr hinum íslenzka Codex ethicus, sem nú er í endurskoðun, og brýndi ekki sízt fyrir áheyrendum þagnarskylduna, sem oft er brotin. Var erindi dr. Ósk- ars hið fróðlegasta og skemmtilegasta og læknanemum hinn mesti fengur, þar sem þessi mál eru lítt uppi höfð innan deildarinnar og stúdentum ekki gerð nógu góð grein fyrir því, sem ekki má. Var gerður mjög góður rómur að máli dr. Óskars og borinn fram fjöldi spurn- inga, sem ræðumaður leysti greiðlega úr. Nokkuð var farið að braka í bekkj- um, áður fundi lauk, og kvaðst dr. Óskar þekkja þau teikn öll, kvað mönn- um vorkunn, þar sem gleði væri í vænd- um. Fundur var haldinn í Félagi lækna- nema 24. marz 1965. Til fundarins var boðið Ólafi Jenssyni, lækni, og talaði hann um læknisfræðilega erfðafræði. Ekki verður efni erindisins rakið hér, en vísað til greinar á bls. 5 í þessu blaði. Var erindinu mjög vel tekið af fundar- mönnum, sem báru fram fjölda fyrir- spurna og sýndu mikinn áhuga á kyn- bótamálum mannkynsins. Ólafur leysti hið greiðasta úr spurningum og svalaði forvitni manna, en hvatti jafnframt til varfærni í kynbótamálunum. Aðalfundur Félags læknanema 1965 var haldinn 30. marz. Boðuð dagskrá var samkvæmt lögum. Fráfarandi emb- ættismenn félagsins, Jón G. Stefáns- son, formaður, Bjarni Þjóðleifsson, gjaldkeri, Þorvarður Brynjólfsson, stúdentaskiptastjóri, og Magnús Jó- hannsson, kvikmyndasýningastjóri, gerðu grein hver fyrir sínum þætti i starfsemi félagsins. Ekki höfðu fundar- menn neitt að athuga við skil embætt- ismannanna, og voru greinargerðir þeirra samþykktar. Að fram kominni tillögu þar að lút- andi fékk fundarstjóri leyfi fundarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.