Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 7
LÆKNANEMINN 7 hver þáttur ytri áhrifa í málinu, sem um ræðir. Segja má, að það hafi verið þegjandi samkomulag þeirra, er þessari rannsóknaraðferð hafa beitt, að því líkari útlits sem tveir hópar lífvera væru, þeim mun skyldari væru þeir taldir. Þetta mun alla jafna vera rétt, þegar báðir hópar búa við sömu ytri skil- yrði, en um það atriði er sjaldnast vitað til nokkurrar hlítar, þegar um löngu liðið fólk er að ræða. Til dæmis er kunnugt um ýmsa innflytjendahópa, að höfuðlag barna þessa fólks, fæddra og upp- alinna í hinu nýja landi, er annað en foreldrahópsins. Alþekkt er breytingin á hæðarvexti margra þjóða, sem átt hefur sér stað á seinni tímum og rakin er til ytri áhrifa (13), Eins og þekking okk- ar er í dag, er þessvegna ekki hægt að útiloka þann möguleika, að munurinn á víkingaaldarbeinum Norðmanna og íslendinga stafi af þeirri breytingu, sem norski land- nemahópurinn varð fyrir, er hann fluttist í nýtt, ósnortið umhverfi, því fæst íslenzku beinanna úr heiðni munu bein landnemanna sjálfra, heldur fyrstu til þriðju kynslóðar frá þeim. Annað matsatriði er, að hve miklu leyti beinin, sem rannsökuð voru, geta talizt rétt úrtak þjóð- anna. Ætla má, að svo sé um íslenzku beinin úr heiðni, því þau eru úr öllum landshlutum. Norsku víkingaaldarbeinin eru að mestu úr Norður-Noregi og ennfremur eru hauskúpur frá miðöldum í Noregi mun líkari þeim íslenzku en þeim frá víkingaöld. Vafasamt er, hvernig beri að túlka þessi atriði. Það eru því ekki síður matsatriði í sambandi við þessa rannsóknaraðferð en við sagn- fræðina. Blóðflokkaathuganir. Vegna þessara augljósu tak- markana á fjölkona erfðaeigin- leikum við rannsókn á skyldleika mannflokka, hefur í vaxandi mæli verið reynt að nota einfaldari erfðaeiginleika í þeim tilgangi, þ. e. eiginleika, sem byggjast á einu koni með þekktum erfðagangi og sem er þá annaðhvort til staðar hjá einstaklingnum eða ekki. 1 stað þess að mæla er þá talið hversu tíður eiginleikinn er í hópnum, sem rannsakaður er. Af slíkum eiginleikum er langmest reynsla af A,B,0, blóðflokkunum við rannsókn á skyldleika þjóða. Blóðflokkurinn skapast í fóstur- lífi og heldur eðli sínu allt lífið. Hann er því óháður þeim ytri að- stæðum, sem á einstaklinginn verka og er þar af leiðandi ótví- rætt, að sá, sem er t. d. af A-flokki, ber tilsvarandi kon í sér. Þar með er ekki sagt, að umhverfið sé áhrifalaust á blóðflokkakonin í konasafni hópsins eða tegundar- innar. Raunar var það lengi vel álit flestra, að blóðflokkahlutfall innan ákveðins hóps manna héld- ist óbreytt um langan aldur, ef blóðblöndun væri ekki til að dreifa, þ. e. a. s. að þessi kon væru að mestu hlutlaus gagnvart úr- vali. Seinni tíma rannsóknir á blóðflokkum innan vissra sjúkl- ingahópa og á sjúkdómum ný- fæddra barna og fóstra benda til, að svo sé ekki, enda eru hlutlaus- ir erfðaeiginleikar lítt skiljanleg- ir sé þróunarkenningin rétt. Sam- kvæmt henni er konasafn hópsins afleiðing úrvals, og er þá vand- séð hvern tilgang hlutlausir eig- inleikar gætu haft. En það má hugsa sér, að úrvalið hafi verið mjög seinvirkt á blóðflokkana síðustu aldirnar þannig, að allt frá landnámsöld hafi ekki orðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.