Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 8

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 8
8 LÆKNANEMJNN teljandi breyting á blóðflokka- skipan Islendinga. Þetta er sú forsenda, sem gengið hefur verið út frá, þegar blóðflokkar hafa yerið notaðir við mat á uppruna íslendinga. Fisher og Taylor (5) byggðu skýringu sína á dreifingu blóð- flokkanna á Bretlandseyjum meðal annars á blóðflokka- skipan Islendinga. Á Stóra- Bretlandi fer blóðflokkahlutfallið hækkandi frá norðri til suðurs. Það er lægst á Skotum enn lægra er það hjá Irum og Is- lendingum, þar sem O-flokkurinn er mjög sterkur. Höfundarnir álykta, að þar sem Island sé num- ið að langmestu leyti af Norð- mönnum, bá komi fram hiá íslend- ingum hin frumskandinaviska blóðflokkaskipan og hún sé enn ríkjandi meðal Skota. en að nú- tíma Skandinavar, sem eru með enn almennari A-flokk en Suður- Englandingar. séu orðnir mikið blandaðir bióðum frá Mið- og Austur-Evrónu og Englendingar nágrannabióðum sínum í Suðvest- ur-Evrónu. Donegani, Dungal, Ikin og Mourant 13") komast að beirri niðurstöðu. að það álit, að aðeins lítill hluti landnemanna hafi verið af írskum og skozkum ættum. sé sennilega rangt. Benda beir á í bví sambandi. að Islend- ingabók sé rituð um 250 árum eft- ir landnám og að vmislegt í ís- lenzkri menningu bendi til áhrifa frá Trlandi og Stóra-Bretlandi. Að hessari skoðun frágenginni sjá höfundarnir ekki aðra lausn á va.ndanum en há, er Fisher og Tavlor komu með. Eins og begar hefur komið fram, eru matsatriði fólgin í öll- um aðferðum, sem notaðar hafa verið í leit að uppruna íslendinga, en þær hafa líka til að bera stað- reyndir og fram hjá þeim verður ekki gengið. Þær eru núverandi blóðflokkaskipan á íslandi, Stóra- Bretlandi og Skandinavíu og svo ýms söguleg sannindi. Donegani og félagar fara ekki nánar út í það atriði, hve mikill hluti landnem- anna hafi þurft að vera Skotar og írar til þess að fá 0-konafjölda Is- lendinga, sem er um 75%. Meðal 0-konafjöldinn á írlandi og Skot- landi er heldur minni, en á tak- mörkuðum svæðum landanna er hann milli 75 og 80%. I Noregi er hann hvergi yfir 65%, en um 63% fyrir hann allan. Með þvi að reikna með hærri tölunum, 80 og 65, þá þyrftu 67% landnemanna að hafa verið Skotar og írar til þess að fá 0-konafjölda íslend- inga. Slíkt tel ég ekki samrýmast sannleiksgildi sögunnar. Einnig tel ég útilokað af sögulegum ástæðum, að blóðflokkaskipan Is- lendinga sé frumskandinavisk. Saga Skandinavíu eftir víkinga- öld er ljós og greinir ekki frá nein- um meiri háttar þjóðflutningum, er gætu skýrt þann mikla mun, sem er á blóðflokkum Islendinga og Skandinava nú. I Noregi koma varla til greina aðrir en Hansa- kaupmennirnir þýzku, og get ég ekki hugsað mér, að þeir hafi haft öllu meiri áhrif á norsku þjóð- ina en einokunarkaupmennirnir dönsku á þá íslenzku. I sambandi við rannsóknir, sem ég (14) gerði á beinum víkinga, reyndi ég að koma saman sögu- legum staðreyndum og blóðflokka- skipan í Norðvestur-Evrópu, og skal ég gera stuttlega grein fyrir röksemdafærslu minni. Víkingaaldarbeinin í Skandi- navíu og Danmörku eru með sama svipmóti og þau frá hinni eldri járnöld þar, og í þann flokk falla

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.