Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 14

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 14
LÆKN ANEMINN u 2. TAFLA Aldabreytileiki á tíðiii garða í íslendingum. Karlar og konur. Tlmabil Aldur Torus palat. Torus mandib. n % n 1 % 900- 1100 ad-senil 103 35,0 133 1 ! 35,3 1100- 1650 54 44,4 53 1 49,1 1650- 1840 57 31,6 67 1 25,4 1 1962 20-49 1215 2,6 1215 1 10,5 1 annars tímabils fer görðum fjölg- andi, en úr því fækkar þeim og sérstaklega eftir 1840. Báðir garðar fylgjast að, nema hvað gómgörðum fækkar talsvert meira en kjálkagörðum eftir 1840, og 1962 eru þeir fjórum sinnum færri en kjálkagarðarnir, en fyrir 1840 eru báðir garðar álíka tíðir. Það, hvernig garðarnir hafa hagað sér á umliðnum öldum hér á landi, bendir til þess, að ytri áhrif megi sín mjög mikils við myndun þeirra. Þeir eru því engu betur fallnir til að meta skyld- leika þjóða en líkamshæðin, ef ekki er jafnframt unnt að meta styrkleika þessara áhrifa til garðamyndunar. Um eðli þessara áhrifa hafa ýmsar skoðanir verið settar fram og skal ég geta þess, er ég tel mestu máli skipta í því sambandi. Rannsóknir á útbreiðslu garða sýna, að þeir eru tíðastir á fólki búsettu í kuldabeltinu og sem lifir aðallega á fæðu úr dýrarík- inu. Nú er slík fæða yfirleitt tor- unnari, krefst meiri tyggingar en kornmatur. Það hefur því verið álit margra, að garðarnir mynd- uðust vegna áreynslu á tyggingar- arfærin og væru þeim til styrkt- ar. Það er vafalaust, að forfeður okkar höfðu meira tyggingar- starf en við, sem nú lifum. Leiða má að því sterk rök, að þáttur næringarefna úr dýraríkinu í fæði Islendinga hafi tekið líkum alda- breytileika og tíðni garðanna. Þegar einokunarverzlun hófst hér 1602, var kornyrkja hætt hér á landi, svo öll kornmatarneyzla eftir þann tíma byggist á inn- flutningi. Yfirlit um magn korns má fá úr bókum einokunarverzl- ananna og síðar af innflutnings- skýrslum. Á mynd 2 sést kornmatar- og sykurinnflutningur frá 1625 og fram til 1954, reiknaður í kg á mann á ári. Lengst af 17. aldar- innar nemur kornmatur um 10 kg á mann á ári, hækkar upp í um 30 kg við lok 18. aldar, en fer síðan ört vaxandi á 19. og 20. öld og er um og yfir 140 kg um miðja þá öld. Fyrir 1800 mun annar matur úr jurtaríkinu en kornmatur hafa verið hverfandi lítill, svo það, sem hefur vantað á, að næringarþörf- inni væri fullnægt, hefur þá kom-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.