Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 24

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 24
LÆKNANEMINN Aðhald og vinna læknastúdenta og stuðningur þeirra við bak framfaraafla í deildinni getur riðið baggamuninn um, hvort kákað verð- ur við samhæfingu (integration) kennslunnar, eða hvort á einhverj- um námsstigum standi eftir illvinnandi „konimgsríki“, sem aðlagist ekki nýju hugarfari og skemmi því heildarstarfið. Til að læknanemar valdi þessu hlutverki fyllilega, þarf að blása lífi í öflun og dreifingu upplýsinga og hugmynda á vegum F. L. og virkja fleiri og betri starfs- krafta. S. S. Myndarleg-, ung kona kom með barn í skoðun til heimilislæknis. „Þetta er ekki gott,“ sagði læknirinn eftir að hafa skoðað barnið um stund. ,,Ég er hræddur um að það sé vannært. Afsakið frú .. .“ Hann greip um brjóst konunnar og þreifaði þau vandlega. „Alveg eins og ég hélt,“ sagði hann svo. „Þér mjólkið ekki neitt.“ „Þó ekki væri!“ sagði unga konan furðu lostin. „ÍSg er frænka barnsins.“ Sjúklingurinn gekk inn á læknastofu og hafði á höfðinu gríðar- háan hatt. Þegar hann tók hann ofan, kom í Ijós lítill rósarunni upp úr hvirflinum. „Þú sérð vandamál mitt, læknir, er það ekki. .. .“ byrjaði hann. „Að sjálfsögðu, kæri vinur,“ sagði skurðlæknirinn róandi: „Hafðu eng- ar áhyggjur. Við skerum þetta af á svipstundu." „Ætlarðu að voga þér!“ hrópaði sjúklingurinn æstur. „Láttu rósarunn- ann minn vera. Ég hef haft hann alla mína æfi.“ „Góði maður, vertu rólegur," mælti læknirinn. „Af hverju komstu til mín, ef það var ekki vegna rósarunnans þess arna?“ „Og þú kallar þig lækni“ æpti sjúklingurinn hneykslaður. „Sérðu ekki, að ég er þakinn blaðlús?" Sjúklingur með hæsi: „Ég get ekki talað.“ Prússneskur læknir: „Við höfum ráð til að fá þig til þess.“ Læknanemi var að gera sjúkraskrá. „Dó faðir yðar eðlilegum dauðdaga, frú Sigriður “ spurði hann. „Nei, nei, góði maður,“ svaraði frúin, „hann dó hér á sjúkrahúsinu.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.