Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 35

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 35
LÆKNANEMINN 81 af diazepam eru geysistórir og banvænn skammtur ekki þekktur. Skyld síðasttöldum tveim lyfj- um eru oxazepam (Serapax) og nitrazepam (Mogadon), sem hefur verið auglýst mikið sem svefnlyf, en virðist ekki sérlega kröftugt. Það er hættulítið með tiliti til eitrunar eins og diazepam, en hef- ur örugglega ávanahættu, e. t. v. sambærilega við diazepam og klópoxíð. Gagnlegt er að gera samanburð á áðurtöldum róandi lyfjum. Ýms- ir höfundar hafa haft horn í síðu mepróbamats vegna ávanahættu. Það er staðreynd, að alvarlegar eiturverkanir þess fara að koma fram eftir 7-faldan dagskammt, en af diazepam eftir 50-faldan dag- skammt (10). í „Tidskrift for den norska lægeforening" sept. 1969 (12) gerir prófessor Nils Retterstol nokkuð ítarlegan sam- anburð á þessum lyfjum í sérlega athyglisverðri grein, einni af mörg- um góðum í heilum greinaflokki í bví blaði (9, 10, 11, 12). Hann telur diazepam og klópoxíð sam- bærileg hvað ávanahættu snertir. Síðan reynir hann að gera saman- burð á þessum lyfjum annarsveg- ar og mepróbamati og barbituröt- um hinsvegar. Þær tölur, sem hann hefur þar, eru að vísu ekki tölfræðilega áreiðanlegar til að álykta beint út frá þeim. Þær sýna, að neyzla diazepams og klópoxíðs fer stöðugt vaxandi og sömuleiðis sá fjöldi sjúklinga, sem lagður er inn vegna ávana í þessi lyf. Árið 1962 var enginn sjúklingur lagð- ur inn á Universitetets Psykia- triske Klinikk vegna ávana í þessi lyf, en 20 vegna ávana í mepró- bamat eða 53% af öllum ávana- sjúklingum þar. Árið 1968 var 31 sjúklingur lagður inn vegna mis- notkunar diazepams og klópoxíðs eða 45% af öllum misnotendum, en fyrir mepróbamat voru tölurn- ar 5 sjúklingar eða 7%. Samt hafði sala á mepróbamati í Noregi ekki minnkað við tilkomu diazepams og klópoxíðs, heldur höfðu þessi lyf aðeins bætzt ofan á (13). Þessi aukna notkun diazepams og klópoxíðs á síðustu árum hlýt- ur að hafa í för með sér aukna misnotkun. Margt bendir til, að ennþá sé hún hlutfallslega minni en misnotkun barbítúrata og mepróbamats, en sá munur kann að hverfa með lengri notkun þess- ara lyfja. Áðurtalin lyf hafa einkum ver- ið notuð við hugræna taugabilun (neurosis). Prófessor Retterstöl og fleiri telja algjörlega rangt að nota þau við langvarandi tauga- bilun, heldur aðeins til að fleyta sjúklingnum yfir tímabundna erfiðleika eða til að rjúfa víta- hring (12). III. Örvandi lyf. Elzta og virðulegasta lyfið í þessum flokki er kókaín, en það var hinn opinberi vímugjafi Ink- anna í Perú. Kókaín minnkar þreytu, hefur vekjandi áhrif og veldur vellíðunarkennd. Neytand- inn verður ræðinn og æstur, en ekki illskeyttur. Hann getur líka orðið órólegur, kvíðinn og ótta- sleginn og getur fengið skynvillur. Við langvarandi notkun verður hann dáðlaus og kærulaus og stundum sést geðveiki, sem ein- kennist af skynvillum, ranghug- myndum og ofsóknarhugmyndum, og afbrigðilegt kynlíf er algengt. Kókaín er eitthvað notað í augn- sjúkdómafræði sem staðdeyfilyf. Misnotkun þess er alvarlegt vanda- mál í S.-Ameríku og var algeng í

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.