Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 38

Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 38
n LÆKNANEMINN jafnan að vekja tortryggni hjá lækni, ef sjúklingur biður um ákveðið lyf að fyrra bragði. Ekki ætti að ávísa stórum skömmtum af þessum lyfjum í síma, en slíkt er raunar bannað með sum þeirra t. d. barbítúröt. Löggjöf og landsfeður. Að lokum ætla ég að ræða dá- lítið um þá galla, sem mér finnast mest áberandi á þeirri hlið heil- brigðismálanna, sem að ávana- lyfjum snýr. Stór hópur af örvandi og deyf- andi lyf jum er eftirritunarskyldur. Þannig er hægt að fylgjast með því, hve miklu hverjum einstökum sjúklingi er ávísað af viðkomandi lyfi og hvaða læknar gera það. Þetta er einmitt næstum nægjan- legt til að fylgjast með því, hvort lyfið er misnotað eða ekki. Hins vegar eru barbítúröt og róandi lyf ekki eftirritunarskyld. Sagt er, að þessi lyf séu látin úti í svo miklu magni, að verkið við að eftirrita lyfseðlana sé ekki framkvæman- legt vegna kostnaðar, nema þá að verð lyfjanna hækki mikið. En heilbrigðisyfirvöld hafa ekki gefið leyfi til þess. Þess má geta, að kostnaður við eftirritun þessara lyfia mundi aðeins vera um 100— 150 þúsund krónur á ári hið minnsta, en það sem vinnst, verð- ur ekki metið til f jár. Misnotkun lyfja er slæmur sjúkdómur, og lækning er bæði erfið og tímafrek. Þess vegna ætti það að vera kappsmál að koma í veg fyrir sjúkdóminn. Mikilvægt skref í þá átt mundi vera að gera barbítúröt og róandi lyf eftirrit- unarskyld. Einnig fengjust þá upp- lýsingar handa lækninum um það, hvaða lyf eru helzt ávanamynd- andi. Ef byrjað væri að eftirrita þessi lyf, mundi sennilega koma í ljós allstór hópur misnotenda. Ekki tjáir að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að þetta fólk þarfnast hjálpar, þegar það missir e. t. v. verulegan hluta af sínum venju- lega lyfjaskammti. Næstum ógjörningur er að veita því við- hlítandi hjálp nema leggja það inn á hæli. Þrengsli á þeim sjúkrahús- um, sem gætu tekið við svona sjúklingum, eru meiri en góðu hófi gegnir. En til allrar hamingju eigum við heilbrigðismálaráðherra, sem hef- ur gaman af að byggja. Hann verður sjálfsagt ekki lengi að koma upp svo sem 200 rúma geð- sjúkrahúsi. Því að maðurinn lifir ekki á einu saman áli og kísilgúr. Hraðinn í nútímaþjóðfélaginu og lífsþægindakapphlaupið hafa lagt þungar bjn-ðar á bök þegn- anna, sem gera sér ekki grein fyr- ir, að auðlegð og lífshamingja eru fjarskyldir hlutir. Sama máli gegnir um stjórnmálamennina, en þeir virðast hugsa og tala í krón- um og aurum. Vonandi verður þess þó ekki alltof langt að bíða, að ráðamenn sjái að sér og hætti að setja þröngsýn efnahagssjónarmið ofar hamingju og heilbrigði manna. Heimildir mínar hef ég að miklu leyti sótt í fyrirlestra Þorkels Jóhannes- sonar prófessors. Hann hefur einnig ver- ið svo vinsamlegur að lesa greinina yfir, leiðrétta margt og færa til betri vegar. Kann ég honum beztu þakkir fyrir. Aðrar helztu heimildir eru þessar: (1) Tómas Helgason: Notkun og mis- notkun róandi og örvandi lyfja: Læknablaðið, 2. hefti, 1964. (2) Þórður Möller: Misnotkun slævandi lyfja. Læknablaðið, 2. hefti, 1964. (3) Gunnar Guðmundsson: Amfetamín- psykosur. Læknablaðið, 2. hefti, 1964.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.