Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 42
38 LÆKN ANEMINN og veru námstími, og að honum loknum fær læknaneminn ótak- markað lækningaleyfi án undan- gengins prófs. Við þann áfanga á læknisefnið tveggja kosta völ. Ann- ars vegar getur hann hafið læknis- störf þegar í stað sem héraðslækn- ir eða almennur læknir. Hins vegar getur hann aflað sér frekari al- mennrar menntunar og síðan tekið upp samskonar störf, eða hann getur lagt í sémám, þ.e.a.s. aflað sér þekkingar á þrengra sviði læknisfræði, en slíkt nám fer nær eingöngu fram á sjúkrahúsum eða hliðstæðum stofnunum. Að því námi loknu öðlast hann nafnbót- ina sérfræðingur, sums staðar að afloknu sérfræðiprófi, annars stað- ar nægir að uppfylla tiltekin skil- yrði um nám og störf. Kröfur um læknismenntun eru mjög mismunandi, en strangastar munu þær vera í engilsaxneskum löndum og á Norðurlöndum. Lækn- ar menntaðir í þessum löndum eru yfirleitt hlutgengir hvar sem er. Læknamenntun á fslandi hefir til þessa í meginatriðum verið sniðin eftir því, sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þá sérstaklega í Danmörku, enda voru fyrstu ís- lenzku læknarnir menntaðir þar, og sama er að segja um fyrstu kennara íslenzka í læknisfræði. Þegar íslenzkir læknar tóku að stunda sérnám innan læknisfræð- innar, var það fyrst og fremst gert í Danmörku og gekk svo allt fram að síðari heimsstyrjöld, en þá lokuðust leiðir austur á bóginn og opnuðust til vesturs. Á stríðsárunum stunduðu all- margir íslenzkir læknar nám í Bandaríkjum Norður-Ameríku og nokkrir í Bretlandi, og sneru flest- ir heim að námi loknu. Hafði þessi innrás engilsaxneskrar menntunar mikil áhrif og varð til þess, að læknar héldu áfram að sækja sér- menntun til engilsaxneskra landa, og það þótt leiðir opnuðust til Norðurlanda að nýju. Við lok síðari heimsstyrjaldar- innar hófst hið svokallaða Svíþjóð- arævintýri, sem enn er ekki lokið. í Svíþjóð var mikill læknaskortur sökum þess, að menntastofnanir þar í landi gátu ekki fullnægt þörf- inni fyrir læknismenntun í velferð- arríki. En sú hefir orðið raunin, að bætt lífskjör leiða af sér kröfur um aukna læknisþjónustu, og auk- in læknisþjónusta leiðir aftur af sér kröfur um enn aukna læknis- þjónustu. Svíar buðu góð starfs- skilyrði og hærri laun en íslenzka lækna hafði nokkru sinni dreymt um, og þangað hefir síðan legið nokkurn veginn stöðugur straum- ur lækna til starfa og náms. Sví- þjóðarævintýrið opnaði augu ís- lenzkra lækna fyrir bættum starfs- skilyrðum og launum, en leiddi af sér nokkuð þröngt sérgreinaval, sem réðst að mestu af læknaskorti Svía, en ekki þörfum Islendinga. Þá hefur menntunargildi Svíþjóðar- vistarinnar ekki alltaf staðið í réttu hlutfalli við efnalegan ábata, en Svíar eru ekki frábrugðnir öðr- um hvað það snertir að borga verst, þar sem fræðsla er bezt. Öðru máli gegndi um þá, sem leituðu til Bretlands og Banda- ríkja Norður-Ameríku. Undirlækn- um í löndum þessum hefir allt til þessa verið svo hraksmánarlega borgað og úr þeim undinn hver dropi af nýtilegum vinnukrafti, að þangað hafa fáir leitað gulls eða þæginda. Sú fræðsla og sú reynsla, sem menn hafa fengið þar, hefir hins vegar reynzt notadrjúg, og orðið til þess að víkka sjóndeild- arhring íslenzkrar læknisfræði, þar sem hún er verulega frábrugðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.