Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 45

Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 45
LÆKNANEMINN reglurnar um sérfræðiviðurkenn- ingu, en það mun þó eiga alllangt í land. Sú sérfræðireglugerð, sem verið hefir í gildi hér á landi s.l. 10 ár, er að verulegu leyti samin eftir reglugerðum í Svíþjóð og Dan- mörku. Megingallar hennar voru, að náminu var allþröngur stakkur sniðinn, sérstaklega námi í svo- kölluðum hliðargreinum, svo erfitt gat reynzt að uppfylla skilyrði hennar. Auk þess var hún í nokkr- um atriðum þannig frábrugðin reglugerðunum í fyrmefndum löndum, að læknir, sem hafði aflað sér sérfræðiviðurkenningar í þeim, varð að bæta við sig námi í hliðar- greinum til að öðlast viðurkenn- ingu hér. Meginatriðið í þeim breytingum, sem á döfinni eru meðal þjóða Norður-Evrópu og Ameríku, er það, að stytta beri sjálft háskóla- námið. Hinsvegar þurfi læknirinn á aukinni menntun og starfs- reynslu að halda frá því hann tek- ur kandidatspróf þar ti.1 hann öðl- ast rétt til ótakmarkaðs lækninga- leyfis, eða þar til hann getur hafið sérfræðinám. Stefnt virðist að því að skapa svokallaðan „basic doctor“, en skoðanir era mjög skiptar um, hve langt nám hann þurfi að loknu prófi. I samræmi við þetta ákvað nefndin að leggja til, að kandidatsár skyldi lengt upp í tvö ár, en taldi þó, að sú lenging ætti ekki að koma til framkvæmda, fyrr en sjálft læknanámið hefði verið stytt að minnsta kosti um eitt ár. Þá voru nefndarmenn sam- mála um að stefna bæri að því að samhæfa íslenzkt sérfræðinám því, sem er í gildi á öðrum Norðurlönd- um og engilsaxneskum löndum, en þangað sækja flestir íslenzkir læknar sérmenntun sína. Þar sem mikið misræmi er milli landa, bæði hvað tímalengd og kröfur snertir, var ákveðið að reyna að fara þarna meðalveg og leggja til, að sérnám taki í nær öll- um sérgreinum 4-4 Vcár. Þá ákvað nefndin, að sérgreinum yrði skipt niður í fáar aðalgreinar. og síðan fengju menn viðurkenningu í hliðargreinum eftir ákveðnum regl- um. Loks var tekin upp sú ný- breytni að setja reglur fyrir sér- fræðinám í almennum lækningum. Mikið var rætt um ritgerð þá, sem núverandi sérfræðireglugerð gerir ráð fyrir, að umsækjandi um sér- fræðiviðurkenningu skuli hafa birt eða fengið birta í viðurkenndu sér- fræðiriti. Sýndist sitt hverjum. Var jafnvel lagt til, að henni yrði alveg sleppt, en fulltrúi yngstu lækna, sem kannaði skoðanir jafnaldra sinna, taldi, að hún ætti rétt á sér. Var því ákveðið, að hennar skyldi krafizt áfram, en ákvæðum um birtingarskyldu breytt að nokkru. Þá lagði nefndin til, að sérfræði- viðurkenning eða sérfræðipróf í tilteknum löndum skyldi gilda hér. Svo sem lesa má af framan- skráðu verða ekki neinar róttækar breytingar á reglugerðinni, en m.t.t. þess, hve margir leggja nú stund á sérnám erlendis, verður að telja vafasamt að taka upp regl- ur, sem eru í meginatriðum frá- brugðnar því, sem gildir í þeim löndum, eins og stungið hefir verið uppá á öðrum vettvangi. Nefndin leit svo á, að betra væri að fylgj- ast vandlega með þróuninni og breyta reglunum og samræma þær breyttum aðstæðum. Slíkt mundi raunar þýða það, að setja þyrfti á stofn fastanefnd, sem fylgdist jafnóðum með öllum breytingum, sem gerðar eru á sérfræðireglu- gerðum erlendis og breytti þá til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.