Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 56

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 56
48 LÆKNANEMINN TÓMAS ÁRNI JÓNASSON, læknir. Um magaspeglun og maga ljósmyndu n Á undanförnum árum hefur orð- ið mikil framför í gerð þeirra áhalda, sem notuð eru við maga- speglun og magaljósmyndun, og hefur það valdið vaxandi notkun þessarar rannsóknaraðferðar. Verður hér á eftir gerð grein fyr- ir tækjum þessum og notkun þeirra. Eldri gerðir af magaspeglum. Segja má, að magaspeglun, gastroscopia, hafi átt aldarafmæli á síðastliðnu ári (1), því árið 1868 tókst Kussmaul að sjá magaslím- húð í gegnum málmrör 13 mm í þvermál, er hann færði niður í maga sverðgleypis. Fremur má þó telja Mikulicz frumkvöðul þessarar rannsóknar- aðferðar, því honum tókst árið 1881 að sjá einstaka magahluta við speglun. Notkun magaspeglun- ar jókst þó fyrst eftir 1910, og náði rannsóknin talsverðri út- breiðslu í Þýzkalandi, þó að skoð- unin væri erfið fyrir sjúklinginn, og talsverð hætta á vélindisrifu fyrir hendi. Árið 1932 kom fram nýtt áhald, sem kallað var Wolf-Schindler- magaspegill. Þetta áhald olli straumhvörfum, því neðri endi þess var gerður talsvert sveigjan- legur með flóknu linsukerfi. Við þetta varð tækið ekki eins hættu- legt og hin fyrri stífu rör, en auk þess mátti sjá stærri hluta af innra borði magans. Þessi gerð og afbrigði af henni voru mikið notuð og eru raunar notuð enn, og má nefna nöfn á nokkrum tegundum: Cameron, Eder-Chamberlein, Eder- Palmer, Hermon Taylor, Benedicts o.s.frv. (2). Árið 1934 birtist í skýrslu St. Jósefsspítalans að Landakoti greinargerð um 35 magaspeglanir, sem dr. Halldór Hansen og Þórð- ur Þórðarson gerðu. Notuðu þeir Wolf-Schindler magaspegil, og sézt á þessu, að nýjungar bárust hing- að fljótt á þeim árum. Ekki varð þó framhald á þessari notkun, og önnur tæki, sem fengin voru hing- að til landsins, voru fremur lítið notuð. Trefjaglersáhöld. Árið 1956 (3) birtist lýsing á nýrri gerð áhalds, sem kennt hefur verið við Hirschowitz. Þetta áhald tekur eldri gerðum stórlega fram um margt. Aðalkosturinn er sá, að tækið er fullkomlega sveigjanlegt án þess að aflögun verði á mynd- inni. Aðrir kostir eiu, að Ijósstyrk- leiki berst mjög vel í gegnum tæk- ið og að skýr mynd fæst, þó að það allt að því snerti slímhúðina. Þessi nýjung byggist fyrst og fremst á tækniframförum, sem gerðu mögulegt að framleiða hár- mjóa glerþræði og raða þeim þétt saman hlið við hlið án þess þó, að ljósið dreifðist frá einum þræði til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.