Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 57

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 57
LÆKN ANEMINN 49 annars. Ef þess er gætt, að tref ja- glersendamir hafi nákvæmlega sömu afstöðu hver til annars á báðum endum tækisins, geta þræð- imir legið lausir í milli endanna, og þessvegna er tækið svo mjög sveigjanlegt. Magaljósmyndun. Við allar helztu tegundir maga- spegla hafa verið notaðar Ijós- myndavélar, sem tengdar eru sjóngleri magaspegilsins, og hefur tekizt með því móti að ná ágætum litmyndum. Á sama hátt hefur kvikmyndavél verið notuð með ágætiun árangri (4) og hefir hún þann augljósa kost fram yfir ljós- myndun, að hægt er að sjá hreyf- ingu og hreyfingartruflanir mag- ans. Önnur aðferð til ljósmyndunar á innra borði magans er sú, að setja myndavél niður í magann. Þessi aðferð var reynd fyrir meira en 40 árum (5), en lögð niður sök- um þess, að myndirnar voru ófull- nægjandi. Slíkt tæki var tekið í notkun í Japan árið 1950, og var kallað Olympus Gastrocamera (GT-V). Það tók Japani nokkur ár að endurbæta tækið og full- komna þá tækni, sem var nauðsyn- leg til að ná góðum árangri. Áður en þessi tækni barst til Vesturlanda, náði hún geysilegri útbreiðslu í Japan, og liggur ljóst fyrir, að hin háa tíðni magakrabba og rík meðvitund bæði lækna og almennings um þessa tíðni átti sterkan þátt í þessari útbreiðslu. Mynd 1 sýnir tækið í heild, en á mynd 2 sézt neðri endi þess, myndavélin sjálf, og má greina hina ýmsu hluta hennar: Unsu (F 17, f = 3,6 mm), ljósgjafa 40 V, filmu ásamt festingu og filmu- hylki, hettu með loftopum. Sjálf myndavélin er tengd við slönguna með lið, sem leyfir 35° beygju í tvær áttir frá beinni línu. Slangan Mynd 1. Gastroeamera (magamyndavél).

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.