Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 61

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 61
LÆKN ANEMINN 53 myndavél á 117 slíkum sjúkl- ingnm (9) fannst eftirfarandi: 13 magasár, 2 góðkynja separ og 1 illkynja íferð í magavegg (frá brisi). Arangur og notagildi. Á töflu 1 sést, að ljósmyndun með magamyndavél greinir stund- um sár, sem ekki verða greind við röntgenskoðun. Tafla 2 sýnir, að skoðunin er hagstæðari þar sem um lítil, grunn sár er að ræða. Hinsveg- ar koma illa fram sár á fundus og á afturvegg. Morrissey (10) kemst að sömu niðurstöðu um stærð, og einnig, að ljósmyndun hefur yfir- burði, ef sár er nálægt angulus svæði magans, en lélegastur er árangur við pylorus sár. TAFLA 1 Perna, Honda, Mörrissey (Arch. Int. Med. 1965, 116, 434). Samanburður á niðurstöðum röntgen- skoðunar og skoðunar með magamynda- vél á ulcus pepticum (staðfest með að- gerðum). Höf. Fjöldi Rtg. Ga.cam. Kusaka, 1962 79 90% 87% Kidokoro, 1960 48 79% 86% Honda et al. ’62 140 89% 91% Hara et al. ’63 172 73% 87% TAFLA 2 Hara et al. (Ann. Surg-. 1964, 159, 542). Rtg\ Ga.cam. Fjöldi + + 104 (60%) Angulus Antrum. + 4-22 (12,8%) Fundus, ofarl. - 3. f tctrl 4- + 46 (26,7%) Lítil og grunn sár Morrissey (11) gerir nokkra grein fyrir reynslu Japana við greiningu á miíli góðkynja og ill- kynja sára, og virðist vera um já- kvæða þróun að ræða með aukinni reynslu. Ljóst er samt, að aðferð- in greinir ekki örugglega þarna á jnilli og er þess að vænta, að hin nýju tæki, er gera vefjagreiningu mögulega, verði hér til hjálpar. I sömu grein leggur Morrissey áherzlu á, að magasárum sé fylgt eftir með ljósmyndun, og byggir þar á eigin reynslu og annarra. Komið hefur í Ijós, að sár, sem við röntgenskoðun virðast gróin, koma ennþá fram við speglun eða ljósmyndun sem lítil grunn sár, oft aflöng eða striklaga. Það hef- ur því ekki síður þýðingu að fylgj- ast með þessum sárum með ljós- myndun heldur en með röntgen- skoðun. Viðvíkjandi greiningu á krabba- meini í maga má benda á töflu 3, sem sýnir, að skoðun með maga- myndavél bætir við nokkrum mein- semdum, sem ekki fundust á ann- an hátt. Á töflu 4 má sjá, að þessi skoðun hefur fyrst og fremst yfir- burði þar sem um litla byrjandi meinsemd er að ræða. Augljóst er, hversu mikilvægt það er, að greina sjúkdóminn á því stigi, sem gefur mestar batahorfur. Nýrri töflur, þar sem byggt er á notkun tref ja- glersáhaldsins, hefi ég ekki hand- bærar. Um möguleika magaspeglunar og Ijósmyndunar til greiningar á magabólgum eru skiptar skoðanir. Gastritis atroficans með áberandi æðateikningu er mun auðveldara að greina en gastritis superficialis, en ennþá er ekki um algert sam- ræmi að ræða milli ljósmyndunar og vefjagreiningar á slímhúðar- sýnishomi. Rétt er að víkja að notkun maga- 172

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.