Læknaneminn - 01.11.1969, Page 62

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 62
LÆKNANEMINN TAFLA 3 Samanburður á röntgen-greiningu og greiningu með magamyndavél á Ca. ventriculi: Hara o.fl. (Ann. Surg. ’64, 159, 542-547) Rtg. Ga.cam. Samt. + + 92 (85,9%) + -f- 7 ( 6,5%) -5- + 8 ( 7,4%) 107 Blendis ö.fl. (Gut, 1967, 1, 83-87) + + 17 (65%) + -f- 6 (23%) -f- + 2 ( 7,7%) -f- 4- 1 ( 3,8%) 26 TAFLA 4 Pema, Honda og Morrissey (Arch. Int. Med., 1965, 116, 434-441). Samanburður á niðurstöðum röntgen- skoðunar og skoðunar með magamynda- vél á Ca. ventric. (staðfest með aðgerð- um): Höf. Fjöldi Rtg\ Ga.eam. Hara et al. 1963 101 93% 93% Tazaki 1958 47 90% 96% Mazudu et al 1963 36 80% 80% Omori 1961 89 87% 87% Takamutzu et al 1961 73 77% 77 %* Miwa et al 1962 76 75% 84 %* Honda et al. 1962 26 65% 81%* *Eingöngu byrjandi ca. myndavéla við krabbameinsleit. Japanir hafa gert þetta í ríkum mæli, oft í sambandi við röntgen- skoðun með fótoflúorografí (11). Við skoðun 13.844 sjúklinga eldri en 40 ára fannst 0,56% tíðni maga- krabba. Auk þess fannst: 0,2% góðkynja separ, 2,3% magasár og 4% skeifugarnarsár. 1 heildarupp- gjöri þessara rannsókna í Japan, þar sem 674,877 sjúklingar voru skoðaðir (þar með voru einnig yngri sjúklingar, og hluti af hópn- um ekki speglaðir) fundust 619 krabbamein í maga, eða 0,092%, og var þriðjungur þeirra mein- semd á byrjunarstigi. Meðfram vegna þessara leitaraðgerða hefur hlutfallstala byrjunarmeinsemda stóraukizt í magakrabba-iípp- skurðum Japana. Hlutfallstala lif- andi sjúkhnga 5 árum eftir aðgerð hefur jafnframt hækkað verulega. Hér á landi hafa verið gerðar rúmlega 300 skoðanir með maga- myndavél í leitarstöð Krabba- meinsfélags Islands. Eru það sjúkl- ingar, sem við fyrri skoðun í stöð- inni hafa reynzt sýrulausir og ver- ið boðið að koma í magaljósmynd- un. Við þessar skoðanir hafa fund- izt 3 krabbamein í maga auk nokk- urra sepa, og má það teljast við- unandi byrjunarárangur. Fyrir alllöngu síðan kom fram sú skoðun, að alla sjúldinga með blæðingar frá efri meltingarvegum ætti að rannsaka til hlýtar, helzt á fyrsta sólarhringnum. E. D. Palmer (12), sem öðlaðist mikla reynslu í þessum skoðunum, notaði magaspegil, sem hann gat jafn- framt gert vélindisspeglun með, og telur, að rétt sjúkdómsgreining fá- ist á miklu fleiri sjúklingum með þessu móti, og að þar með sé árangur meðferðar bættur. Með til- komu trefjaglersspegla er þessi skoðun miklu frekar möguleg, og hafa birzt nokkrar jákvæðar grein- ar um þetta á síðustu árum. Áhætta. Minnst var á vélindisrifu sem

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.