Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 66

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 66
58 LÆKN ANEMINN sú krafa, að IFMSA breyti um stefnu. Verði baráttutæki, sem fjalli um þjóðlífsvandamál á læknisfræðilegum grundvelli og verði fært um að taka pólitískar ákvarðanir ef með þarf. Þessi krafa hefur mætt harðri mótspyrnu, sérstaklega frá því, sem kallað var á þinginu ,,the anglo- scandinavian-block“ þ.e. Bretlandi og Skandinavíu. Hér er raunar um að ræða grundvallaratriði, er verið hefur deiluefni stúdenta um heim allan síðustu ár: Eiga stúdentar eingöngu að sinna sínum eigin hags- Höfundur ásamt fleirum á Dauðahafinu. muna- og menntamálum (student as such), - eða eiga stúdentar að beita sér í þjóðfélagsmálum (student as a responsible citizen) ? 1 þessu sambandi má nefna, að á þinginu kom fram tillaga þess efnis, að IFMSA starfaði næsta ár að könnun á því, að hve miklu leyti „socio- economic factors" bæru ábyrgð á sjúkdómum. Flutningsmaður þess- arar tillögu (ItaU) hélt því fram, að allir sjúkdómar stöfuðu af þess- ari ástæðu, en bakteríur, veirur og annað það, sem nú væri kennt um, væru í raun réttri afleiðing af því fyrra (secondary invaders). Því ættu læknanemar að ráðast gegn frummeinsemdinni, þ.e.a.s. örbirgð, kúgun, fátækt, hungri o.fl., með oddi og egg. Ýms dæmi voru nefnd, m. a. frá S.-Ameríku. Meðal annars sagði læknanemi frá Uruguay: „Hvað á ég að gera, þegar sami sjúklingur kemur í 3. skiptið á 4 mánuðum með lungnasjúkdóm, sem ég veit að stafar af heilsuspillandi húsnæði, sem margsinnis er búið að kæra án nokkurra úrbóta? Gefa út lyfseðil og senda hann heim, vitandi það, að hann verður kominn aftur nokkr- um vikum seinna hálfu verri en fyrr?“ Ef til vill er þetta of fjarlægt okkur til að við getum skilið - eða hvað? Er kannski ekki allt með felldu? Vitum við læknanemar ekki um götin á heilbrigðiskerfinu, þekkjum við ekki aðbúnað drykkjusjúkra og geðsjúkra á Islandi? Eru ekki þess dæmi hérlendis, að „socio-economic factors" valdi sjúkdóm- um? Læknanemar eru í þeirri sérstöku aðstöðu (eða ættu að vera) eins og aðrir stúdentar að vera enn utan við kerfið og hafa því tæki- færi til að meta hlutlægt. Höfum við notað þetta tækifæri? Það er um áðurnefnda tillögu að segja, að hún var felld, þar eð ýmsir töldu, að

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.