Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 71

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 71
LÆKN ANEMINN 61 allt snúast um NFMU lengur. Var í þessu sambaandi bent á það los, sem nú virðist vera að koma á Alþjóðasamtök læknanema, IFMSA. í starf aðalritara NM var kjörinn stud. med. Jörgen Nystrup frá Lækna- nemaráði Árósaháskóla, en hann hefur starfað nokkuð áður að sam- skiptum læknanema landa í milli. Hann hafði kynnzt Guðjóni for- manni F. L. í ísrael á síðasta sumri og hafði áhuga á að vita um, hvernig málinu um takmörkun aðgangs að læknadeild H. I. hefði lyktað. Fræðslufundur NFMU fjallaði að þessu sinni um menntun há- skólakennara til kennslustarfa (universitetspedagogik) og mat á hæfni þeirra til þeirra starfa. Ennfremur voru sýnd kennslutæki og notkun þeirra. Þarna heyrðist m. a., að það væri sóun að hafa við fræðslumiðlun á háskólastigum viðvaninga í kennslu. Langtum auðveldara væri að bæta úr gölíum á kennsluaðferðum háskólakenn- ara en vöntun á vísindalegum hæfileikum. Fram kom, að þegar er kominn skriður á námskeiðahald í háskólauppeldisfræði fyrir kenn- ara við læknadeildir í Svíþjóð. Fundarmenn virtust ekki telja heppi- legt að skvlda háskólakennara beinlínis til að sækja slík náms- skeið. Margt eftirtektarvert og lærdómsríkt kom fram í erindum og gögnum á fundinum, og er væntanleg samantekt í bókarformi. Á aðalfundi NFMU komu norrænu stúdentarnir öðrum fulltrúa inn í 7 manna stjórn sambandsins með aðstoð próf. Haralds Teirs frá Helsingfors og fleiri kennara gegn nokkru andófi ýmissa rosk- inna manna (af formsástæðum?). Teir er meinafræðingur, mikill per- sónuleiki, einn af helztu frumkvöðlum NFMU. Finnsku stúdentarnir sögðu hann mjög sjúkan, hann kæmi á fundinn af sjúkrahúsi og færi þangað aftur. Auk aðalritara NM var svo kjörinn til setu í stjórn NFMU af hálfu læknanema finnski landsritarinn med. kand. Timo Nors frá félaginu Thorax í Helsingfors. Væntanlega mun fjallað í næsta tölublaði Læknanemans frekar um starfsemi framannefndra samtaka, fundina í Stokkhólmi og gagnsemi þátttöku í þessu samstarfi. Sjúklingur: „Get ég svo spilað á trombóninn minn, þegar ég verð orð- inn góður I hendinni?“ Skurðlæknir: ,,Mikil ósköp, engin vandræði með slíkt.“ Sjúklingur: „Það er aldeilis fyrirtak, læknir. fig gat það aldrei áður.“ Það var nýbúið að gera mikla kviðarholsaðgerð á Sveini, og hann var að vakna eftir svæfinguna. „Lofaður sé Guð,“ kallaði hann upp, „þá er þessu víst lokið.“ 1 næsta rúmi lá sjúklingur, sem hristi höfuðið ákaft. „Vertu nú ekki svo viss um það, góði,“ mælti hann aðvarandi. „Það þurfti að skera mig upp aftur. . . það gleymdist grisja.“ „Ekki er það nú umtalsvert", hvein í öðrum, þeir skildu eftir skurð- hníf í mér.“ I sömu mund kom deildarlæknirinn með miklum asa inn á ganginn. „Hæ“ kallaði hann, „hefur nokkur séð skóna rnína?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.