Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 72

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 72
62 LÆKNANEMINN HÖGNI ÓSKARSSON, stud. med., formaður menntamálanefndar S. H. í. PR ÓFESSORA K ÖNNUNIN Á vormisseri 1967 var framkvæmd á vegum Stúdentaráðs könn- un á kennsluháttum prófessora í heimspekideild. Var þetta nýmæli og vakti mikla athygli, enda voru niðurstöður birtar í Vettvangi Stúdenta- ráðs. Varð uppi fótur og fit í prófessorastétt og hitnaði mörgum í hamsi. Allt þetta tilstand leiddi til þess, að nemendum þótti prófessor- ar öllu áhugasamari um kennslu og kennsluaðferðir veturinn næsta. Var því ákveðið að halda áfram uppteknum hætti og skyldi gera kennsluháttakönnun í öðrum deildum háskólans hið fyrsta. Gerðar voru miklar endurbætur á fyrri könnun og var haft samráð við pró- fessora. Frá þeim komu margar tillögur og voru flestar teknar til greina. Ákveðið var, að ekki skyldu birtar á opinberum vettvangi nið- urstöður um einstaka prófessora. Verður það því ekki gert nú, en það atriði verður tekið til endurskoðunar, ef sýnt þykir, að prófessorar hafa að engu ábendingar stúdenta. Könnunin var framkvæmd í flestum deildum háskólans í janúar 1969. Þegar velja skyldi úrtak stúdenta í læknadeild, var ákveðið að leita fyrst og fremst til þeirra stúdenta, sem mesta reynslu hefðu af viðkomandi prófessorum, þ. e. leitað var til þess hóps í hverjum hluta læknanámsins, sem var á prófmisseri. Með því var tryggt, að menn gætu af nokkurri sanngirni dæmt kennsluhæfni prófessora. Þar að auki voru úrlausnir ekki teknar til greina nema viðkomandi stúdent hefði sótt a. m. k. 25% tíma hjá viðkomandi prófessor. Könnunin náði til u. þ. b. 100 læknanema. TJrlausnum skiluðu 62. Eru því niðurstöður markhæfar. Þó ber að geta þess, að í III. hluta skiluðu aðeins 7 af 15. Er það á mörkum þess að geta talizt markhæft. Við úrvinnsluna var notið aðstoðar Odds Benediktssonar, tölvunnar í Reiknistofnun Há- skólans o. fl. Síðan var gengið á fund prófessora með niðurstöður og rætt um þær ályktanir, sem af þeim mátti draga. Yfirleitt sýndu pró- fessorar máli þessu áhuga og höfðu hug á að bæta úr þeim vanköntum kennslunnar, sem þeim var bent á, en að sjálfsögðu verður það ekki gert nema með samstarfi við stúdenta. Eins og áður er sagt verða niðurstöður um einstaka prófessora ekki birtar opinberlega að sinni Hér verða þó dregin fram nokkur

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.