Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 74

Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 74
LÆKNANEMINN 64 UM BÆKUR An introduction to body fluid metabolism. Eftir A. V. Wolf og Norman A. Crowder. The Williams and Wilkins Co. Baltimore/1964. Uppbyg-g-ing þessarar bókar er mjög óvenjuleg. Er efni bókarinnar sett fram í spumingaformi með svörum. Eru réttum svörum og röngum gerð skil með umræðum og lesanda ekki sleppt fyri' en hann er fyllilega með á nótunum. Fær lesandinn góða æfingu í meðferð stærða og beitingu reikningsaðferða sem lúta að líkamsvökvunum, nýmaútskiln- aði o.fl., en eins og kunnugt er skortir talsvert á, að læknanemar fái eða verði sér úti um slíka þjálfun. Bókin er 259 bls. að meðtöldum skýr- ingartöflum. Standi lesandinn sig vel, sleppur hann við mun færri blaðsíður. Rétt er að benda á, að bókin er skrif- uð I léttum dúr og er beinlínis spenn- andi og skemmtileg aflestrar. Mér skilst, að prófessorinn í lífefna- fræði bendi nemendum sínum á þessa bók til lestrar, en hún á vissulega erindi til læknanema allra og jafnvel lækna. Þrátt fyrir allhátt verð bókarinnar er hún peninganna virði. H. B. The Double Helix. Eftir James D. Watson. Utg. Weidenfeld and Nicolson, London, 1968. Sagan, sem hér er sögð, gerist á ár- unum 1950-1953 og f jallar um atvik þau, er leiddu til þess, að sameindarbygging DNA var uppgötvuð. James D. Watson er Bandaríkjamað- ur og líffræðingur að mennt. Hann hlaut Ph.D. gráðu 1950 þá 22 ára að aldri. Dvaldist siðan á rannsóknarstof- um í Kaupmannahöfn og Cambridge fram til 1953. Hefur síðan að mestu starfað í U.S.A., og er nú prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Harvard-háskóla. Hlaut Nobelsverðlaun í læknisfræði 1962 ásamt öðrum. Bókin er hálft þriðja hundrað blað- síðna og er prýdd myndum af helztu söguhetjum. Hún er mjög lipurlega skrifuð, auðlesin 'og á köflum svo spenn- andi, að lesandanum liggur við andköf- um. Við lesturinn vaknar þó fljótlega spurning um heiðarleika og sannsögli höfundarins. Hann ritar þetta nær 15 árum eftir að sagan gerist, en segist hafa reynt að ná þvi andrúmslofti, sem þá ríkti, og þeim skoðunum, sem hann þá hafði á mönnum og málefnum. Hann er svo ófeiminn við að dæma menn og rekja einkalíf þeirra, að furðu vekur. Eflaust hefur hann með þessu sært og móðgað ýmsa, t.d. er sagt, að hann og Crick hafi ekki talazt við síðan bókin kom út. Hinu má svo ekki gleyma, að bókin er skrifuð fyrir bandaríska lesend- ur, sem eru sagðir sólgnir í slúður um þekkta menn. Höfundur er einnig óhræddur við að skýra frá innbyrðis baráttu vísindamannanna og nefnir oft „kapphlaupið um Nobels-verðlaunin“. Raunar segir hann í viðtali eftir að bókin kom út, að hann hafi með þessu einungis verið að spauga, en hver er svo einfaldur að trúa því? Ég vil eindregið ráðleggja læknanem- um að kynna sér þessa „skemmtilegu bók þessa óviðfelldna rnanns". JHJ Lagasjónarmið varðandi meðferð á látnum mönnum, Páll Sigurðsson, cand. jur„ tJlfljótur, 2. tbl„ 1969. Grun hef ég um, að við háskóla- stúdentar gerum of lítið af því að kynna okkur viðfangsefni félaga okkar í öðr- um deildum. Þó standa okkur þar allar dyr opnar. Við megum, þegar við einu sinni höfum verið innritaðir, sækja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.