Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 75

Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 75
LÆICN ANEMINN 65 hvaða fyrirlestur sem er, í hinum deild- unum. Einnig- hljóta blöð deildarfélag- anna að liggja frammi á háskólabóka- safni. Nýlega barst mér í hendur eintak af Úlfljóti, tímariti laganema. Blaðið er myndarlegt, rúmlega 100 síður, og virð- ist vel úr garði gert. Athygli mína vakti ofannefnd grein. Höfundur, Páll Sigurðsson, er Skag- firðingur að uppruna. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1964 og lögfræði- prófi frá H. 1. vorið 1969. Hann er nú við framhaldsnám í Noregi. Páll hef- ur meðal annars verið ritstjóri Úlfljóts (1968) og eftir hann liggja nokkrar greinar um lögfræðileg efni. Grein þessi er 15 síður að lengd, rit- uð á góðu máli og mjög skipulega. Hún skiptist í 10 kafla, og er sá lengstur, sem helzt ætti erindi tii læknanema. Það er kafli um líkrannsóknir. Þar kemur meðal annars fram: Krufning líka er bönnuð nema laga- heimild, heimild hins látna eða nán- asta vandamanns hans komi til...... 1 viðurkenndum sjúkrahúsum mun krufning á líkum látinna sjúklinga heimil án þess að sérstök heimild komi til....... Óheimilt mun vera að taka líffæri úr líki án þess að koma því þar fyrir aftur........... Para skal að þeim fyrirmælum, sem maður hefur gert um ráðstöfun á líki sínu, svo fremi sem slík fyrir- mæli brjóti ekki í bága við lög eða almennt velsæmi. Hafi maðurinn sjálfur engin slík fyrirmæli gjört flyzt heimildin yfir á nánasta vanda- mann........... Lík umkomulausra manna má ekki taka til gjörkrufn- ingar nema að sérstök heimild liggi fyrir. JHJ Clinical Chemical Pathology. Eftir C. H. Gray. Edward Amold Ltd., London. 5. útgáfa, 1968. Bók þessi er fremur lítil um sig og telur ekki nema um 230 blaðsíður. í henni er fjallað um þýðingarmestu at- riðin í meinefnafræði mannslíkamans. Er það gert á mjög skOmerkilegan og læsilegan hátt. Bókinni er skipt niður í fimmtán kafla og verða nokkur kafla- heitin nefnd hér sem dæmi: Klínisk enzymologí, plasma prótein, sýru-basa jafnvægi, meltingarvegur, lifrarstarf- semi og lifrartruflanir. 1 hverjum kafla eru grundvallaratriði í lífefnafræði við- komandi kerfis skýrð. Síðan er lýst við hvaða sjúkdóma verði breytingar á gildi einstakra efna og einnig hvaða próf séu þá helzt notuð. Höfundur bókarinnar er prófessor í meinefnafræði við Lundúnaháskóla. Bókin er byggð á fyrirlestrum fyrir læknanema við eitt heizta kennslu- sjúkrahúsið í Lundúnum (King’s College Hospital). Þessi bók er mjög vinsæl meðal brezkra læknanema og við nokkr- ar læknadeildir þarlendis er þeim sér- staklega bent á hana til lestrar í mein- efnæfræði. Bókin kemur örugglega að miklu liði við lestur lyflæknisfræði, en einkum og sér í lagi við vinnu á deild- um. Ætti að vera hægðarleikur að lesa hana á nokkrum kvöldum. Varla getur bókin talizt dýr, hingað komin á hún ekki að kosta nema tæpar 300 krónur. Þ. D. B. Feitur og syfjulegur ungur maður kom tii læknis og kvartaði um svefnleysi. „Geturðu ekkert soflð á nóttinni?", spurði læknirinn. „Jú, ég sef yfir hánóttina," játti sá þjáði, „og ég sef ágætlega á morgn- ana. En það er á eftirmiðdagana, sem ég á oft erfitt með að festa blund.“ Kona skurðlæknisins: „Eysteinn þurfti að þjóta og gera bráðaaðgerð." Vinur: „Er hún áhættusöm?" Kona skurðlæknisins: „Á allan hátt. Hann var ekki einu sinni viss, hvort hann fengi yfirleitt nokkuð borgað."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.