Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 11

Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 11
LÆKNANEMINN 11 FRÁ RITSTJÓRN Stúdentar og sjúkraskrár Undanfarið hefur nokkuð borið á því, að stúdentar væru tregir til að gera sjúkraskrár. Ekki er Ijóst hvort þetta er nýtt vandamál eður ei, en hitt er víst, að þetta getur orðið alvarleg meinsemd. Það er ekki heppilegt, að læknar útskrifist með því hugarfari, að það að tala við hina sjúku og finna mein þeirra sé leiðinlegt verk. Orsakir þessa geta verið margar og ekki allar ljósar, en ég mun hér leitast við að gera grein fyrir þeim helztu. Þegar stúdent kemur í fyrsta sinn inn á spítala, hefur hann ekki kynnzt öðru en grunngreinunum, sem byggðar eru upp á rökrænan hátt og fyrirbæri öll skýrð út frá fræðilegum forsendum. Grunngrein- arnar eru nú að mestu án tengsla við lækningafræðina (klinik), Á þeim langa tíma, sem stúdentinn hefur varið í grunngreinarnar, má gera ráð fyrir, að hugsunarháttur hans hafi mótazt á þann veg, að hann krefj- ist fræðilegra skýringa á því, sem fyrir ber. Lækningafræðin byggir hins vegar fyrst og fremst á persónulegri reynslu samfara fræðilegri getspeki. Stúdentum, sem ekki hafa reynslu eldri læknanna, hættir því til að vanmeta ýmsar þær aðferðir, sem beitt er við sjúkdómsgrein- ingu og meðferð. Sýnist þá flest úr lausu lofti gripið. Til að ráða bót á þessu þarf mikið átak til að tengja saman grunngreinar og lækninga- fræði. Tengsl stúdentanna við spítalann og læknana eru oftast of lítil. Þeir eru stutt á hverjum stað og oftast auk þess saman í hóp með sterkum innbyrðis tengslum. Við þetta er án efa mjög erfitt að ráða, en þarna ættu læknarnir sem eldri menn og uppalendur að stíga fyrsta skrefið til frekari kynna. Ég hef ekki orðið var við annað en við slíku væri tekið með fegins hendi. Sjúklingar, sem stúdentar ræða við, eru sjaldnast valdir handa þeim, og er því undir hælinn lagt, hvort þeir læra nokkuð af gerð sjúkraskrárinnar eða ekki. Stundum hefur orðið vart við, að kandidatar noti stúdentana sem vinnudýr, en það er þó minnkandi. Næstum öllum sjúklingum, sem lagðir eru inn á sjúkrahús, fylgir sjúkdómsgreining og sé stúdentinum tilkynnt hún, er búið að svipta hann ánægjunni af því að uppgötva leyndardóminn. Það er ekki víst, að þetta sé meginorsök að vandamálinu, sem til umræðu er, en samt má ekki vísa því frá. Sjúkraskrárnar sjálfar verða að vera skynsamlega uppbyggðar og hafa ákveðinn tilgang, til þess að þær sé áhugaverðar og af þeim megi læra. Misbrestur vill á þessu verða. Á lyfjadeild eru þær gjarnan allt- of langar og mest vinna fer í það að útfylla skema, sem er svo breitt, að það spannar yfir nærri því öll hugsanleg sjúkdómseinkenni. Þá fer stundum svo, að sjúklingurinn eða núverandi veikindi hans gleymast, en sjúkraskráin verður aðalatriðið. Á handlæknisdeild hins vegar eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.