Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 12

Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 12
LÆKNANEMINN 12 sjúkraskrár oft svo stuttar, að helzt má halda, að þær séu einungis gerðar formsins vegna, en skipti að öðru leyti ekki máli. Til hins sama virðist það benda, að oftast er horft fram hjá öðru en því, sem hnífur- inn nær til. Enn er ótalið það, sem stúdentar hafa haft hvað mest á oddinum s.l. ár. Það er krafan um, að allar sjúkraskrár, sem stúdentar gera, séu lesnar af læknum, ræddar og gagnrýndar. Það er fljótgert að drepa niður áhuga manna með því að láta verk þeirra afskiptalaus. Það á ekki síður við um sjúkraskrár en annað, en að baki margra þeirra liggur mikil vinna og fyrirhöfn. Ljóst er einnig, að sá, sem aldrei fær góðviljaða gagnrýni og leiðbeiningar, á óhægt um vik með að bæta verk sín og ná framförum. Þetta er svo gullvægt tækifæri til að innræta stúdentum réttan hugsunarhátt og afstöðu gagnvart lækn- ingafræðinni, að þeim, sem taka að sér kennsluna, má ekki ganga það úr greipum. Komi þetta ekki af sjálfu sér, verða stúdentar að ganga eftir því með góðu eða illu. Loks má nefna það, sem sumir hefðu nefnt fyrst, en það er, að stúd- entar séu einfaldlega latir menn. Ekki er þó sennilegt, að latir menn hefðu valið læknisfræðina til náms, því að hún er talin með þyngri námsgreinum í háskóla. Hitt er sennilegra, að þarna megi sjá einhvers- konar óframfærni eða hræðslu við að opinbera kunnáttuleysi. Það get- ur verið afleiðing af of fastmótuðu og gamaldags skólakerfi, sem einnig kemur fram í ódugnaði stúdenta og skólanemenda yfirleitt við að bera fram spurningar. Bent hefur verið á vandamál, sem getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir þróun læknisfræðinnar í landinu. 1 þessu verða allir að finna til ábyrgðar sinnar, stúdentar jafnt sem kennarar og spítala- læknar. Vanræksla er ekki síður synd en ill athöfn, en ef allir leggja saman, er þó án efa góðs að vænta. JHJ Veiting'ahúsið reyndist ekki nándar nærri eins þrifalegt og það hafði sýnzt utanfrá, og ekki batnaði álit læknisins við að sjá, að gengilbeinan var stöðugt að klóra sér í nefinu. „Segið mér, fröken," sagði hann hvasst. „Hafið þér eksem?“ „Næ,“ svaraði gengilbeinan nefmælt, „bara það, sem er á matseðlinum." Eldri læknir: „Það lítur út fyrir, að þú hafir læknað sjúklinginn. Af hverju ertu þá svona leiður?" Yngri læknir: „Ég gaf honum svo mörg lyf, að ég hef ekki minnsta grun um hvert þeirra verkaði." Læknirinn (hughreystandi): „Þú hóstar miklu léttar núna.“ Sjúklingurinn (biturlega): „Það var ég að vona, þakka þér fyrir. Eg æfði mig í alla nótt.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.