Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 13

Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 13
LÆKNANEMINN 1S SNORRI SVEINN ÞORGEIRSSON, læknir: Klínisk þýðing niðurbrots lyfja I. Kynning Nútímamaðurinn er í síauknum mæli háður tilbúnum efnum, svo sem lyfjum, skordýraeiturefnum, rotvarnarefnum o. s. frv., sér til heilsubótar, þrifnaðar og þæginda. Hann kemst beint eða óbeint í tæri við vaxandi magn þessara efna á hverjum degi. Skilningur á viðbrögðum líkamans gegn þess- um ,,framandi“ efnum er því nauð- synlegur a. m. k. fyrir lækna og aðra þá, sem með heilsugæzlu fara. Lyf er sá flokkur ,,framandi“ efna, sem f jallað verður um í þess- ari grein, og verður einkum lögð áherzla á klíníska þýðingu niður- brots (metabólisma) þeirra. Niðurbrot lyfja fer í gegnum tvö efnabreytingastig, efnabreyt- ingu (metabólíska transforma- tion) og efnaskeytingu (conjuga- tion), sem gefa efnasambönd (metabólíta og konjugöt), er síð- an eru útskilin í þvagi, galli og gegnum lungu (mynd I). Við metabólíska transforma- tion tekur lyfið einhverju af mörgum afbrigðum á oxidation, reduction, hydrolysis o. s. frv., sem felur í sér, að virkur hópur (t. d. — OH hópur) er hengdur á sam- eind lyfsins, sem þar með verður auðleystari í vatni (aukið pólar- itet). Þessi virki hópur verður svo meðdepill í næsta stigi efnabrots- ins. Við efnaskeytingu sameinast lyfjasameindin eða einhver meta- bólít hennar sameindum eða efna- hópum, sem líkaminn leggur til (endogen efni). Eru það einkum glúkúronsýra, brennisteinssýra, amínosýrur og metýl- eða aðrir alkýlhópar, sem notaðir eru. Eftir slíka skeytingu verður lyfjasam- eindin mun meira póluð og minna fituuppleysanleg og þar með auð- veldlega útskilin í þvagi og galli. Flest lyf fara að meira eða minna leyti í gegnum bæði þessi stig, þótt annað þeirra sé ríkjandi í niðurbroti sumra lyf ja. Margir af þeim hvötum (enzym- Efnabreyting ( oxidation ( reduction Efnaskeyting METABOLIT Mynd 1. Niðurbrot lyfja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.