Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Page 14

Læknaneminn - 01.03.1970, Page 14
LÆKNANEMINN H Mynd 2. Lei3 fyrir oxidation lyfja í míkrosóm hvötum lifrar. um), sem sjá um niðurbrot lyfja í líkamanum, eru staðsettir í lifrar- frumunum (endoplasmic reticul- um og/eða microsomal fraction) og í minna magni í frumum ann- arra vef ja (mynd II). Þessir hvat- ar sjá yfirleitt ekki um niðurbrot heimaefna, eins og t. d. fenýlal- anin, tryptophan og kinurenin, sem eru hydroxýleruð af sér- hæfðum hvötum í öðrum hlutum lifrarfrumunnar. Þó hefur verið sýnt fram á, að niðurbrot á tyra- míni og tryptamíni og sumpart á sterum fer fram í hvatakerfum míkrosómanna. Stundum fer niðurbrot lyfja fram í þeim hvatakerfum, sem eru hluti af hinni almennu efnaskipta- keðju líkamans, eins og t. d. alkóhol dehydrogenasa, aldehýð dehydrogenasa, xanthin oxidasa og esterasa. Sum lyf (t. d. diemal) eru að langmestu leyti útskilin óbreytt. Á þetta fyrst og fremst við um efni, sem eru mjög póluð og eiga þar af leiðandi erfitt með að kom- ast gegnum frumuhimnur, og einnig þau lyf, sem eru útskilin í nýrum með sérstökum ráðum (active transport). Sama gildir og um mjög rokgjörn efni, eins og t. d. eter, sem skilst auðveldlega út um lungun. Þau efni, sem treglega taka efnabreytingum (metabólískt in- ert) og eru auk þess póllaus (non- poler), eins og t. d. hexaklórbenzen og mjög mörg klórineruð kolvetn- is-skordýraeitur, eru útskilin mjög hægt og hlaðast upp í fitu- vef líkamans. II. Virkir metabólítar Þótt flest lyf séu brotin niður í metabólíta með litla sem enga lyfjaverkun, hafa sumir lyfja- metabólítar þó mælanleg áhrif og stundum jafnvel meiri en móður- lyfið. Fenýlbútazon (BUTAZOLIDIN) er gott dæmi. Það er brotið mjög hægt niður í tvo metabólíta, sem báðir hafa lyfjaáhrif. Metabólít I, sem er myndaður með hydroxyla- tion á öðrum benzen hringnum, hefu bólgueyðandi og saltsafnandi áhrif móðurlyfsins, en metabólít II, sem er myndaður með hydrox- ylation á bútýl hliðarkeðjunni, veldur þeim aukna útskilnaði á þvagsýru, sem fenýlbútazon er talið hafa (mynd III). Metabólít I (oxyfenbútazon, TANDERIL) hefur meira að segja verið settur á markaðinn sem nýtt lyf við liða- gigt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.