Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Page 20

Læknaneminn - 01.03.1970, Page 20
18 LÆKNANBMINN bundnir eiginleikar liggja til grundvallar þessum einstaklings- frávikum á niðurbroti lyfja. V. Víxláhrif lyfja og hindrun á niður- broti þeirra Eins og kunnugt er, eru margir sjúklingar meðhöndlaðir með fleiri en einu lyfi og stundum ugg- vænlega mörgum. Hæfileiki eins lyfs til þess að auka og/eða hindra niðurbrot ann- ars lyfs skýrir að verulegu leyti þá röskun í niðurbroti og verkan lyf ja, sem vart verður, þegar mörg eru gefin samtímis. Á liðnum árum hefur verið sýnt fram á með dýratilraunum, að mörg lyf draga úr niðurbroti ann- arra lyfja, sem gefin eru samtímis, t. d. iproníazíð (MARSILID), níalamíð, triparanol, klóramfeni- kól, para-amínosalicýlsýra og narkótíka eins og petidín og mor- fín. Stutt er þó síðan vakin var athygli á því, að eitt lyf getur hindrað niðurbrots annars lyfs í mannslíkamanum. Fenýlbútazon, sulfafurazol, fenýramidol og díkú- marol hindra þannig niðurbrot á tolbútamíði í manni, áhrif sem geta valdið mikilli hypoglykemíu. Niðurbrotshraði tolbútamíðs minnkar fjórfalt, þegar sjúkling- um er gefið sulfafurazol, liðlega tvöfalt með fenýramidoli, og rúm- lega þrefalt, þegar díkúmarol var gefið. Á sama hátt getur samtíma- gjöf á díkúmaroli og fenytóini valdið fenytóin eitrun, þar eð díkúmarol letur niðurbrot feny- tóins, (u. þ. b. 4 sinnum hægara niðurbrot), og eru dæmi þekkt um þetta. Fenýramidol eykur blóðþynn- ingaráhrif díkúmarols með því að hindra niðurbrot þess, og sam- tímagjöf þessara lyf ja getur vald- ið hættulegum blæðingum. Fenýl- bútazon eykur aftur á móti áhrif kúmarin lyf ja með því að losa þau frá plasmapróteinunum. Við það eykst verkun lyfsins, þar eð ein- ungis óbundni hluti þess verkar á lifrarfrumurnar til prothrombin- lækkunar. Sennilega geta önnur „súr lyf“ (þ. e. lyf, sem hafa pK lægri en 7) eins og t. d. súlfon- amíð og salicýlöt, sem eru fast- bundin plasmapróteinum, aukið verkun kúmarin lyf ja á sama hátt og fenýlbútazon, fremur en að hafa bein áhrif á niðurbrot þeirra. Margar greinar hafa birzt um, að sjúklingar sem fá MAO-tálma (inhibitora), t. d. tranýlcypro- mín og iproníazíð, séu óvenjulega næmir fyrir sympathomímetiskum amínum, sem eru brotin niður af þessum hvötum. Einnig eru svæs- in háþrýstiköst þekkt, þegar sjúklingar, sem fá þessi lyf, borða osta eða aðra fæðu, sem inniheld- ur mikið magn af tyramíni. VI. Hvatamögnun (enzyme induction). Langvarandi gjöf eins lyfs get- ur minnkað verkun annarra lyfja með því að auka magn og virkni þeirra hvata, sem brjóta niður þessi lyf í lifrinni. Þetta fyrir- brigði nefnist á ensku „enzyme induction," en á íslenzku mætti e. t. v. nefna það hvatamögnun, og þau lyf, sem þessi áhrif hafa, hvatamagnara. Niðurbrot lyfja í tilraunadýrum má magna með ýmsum lyf jum, svo sem barbítúrötum, antihistamín- íka, blóðsykurlækkandi og þvag-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.