Læknaneminn - 01.03.1970, Page 22
20
LÆKNANEMINN
4 daga stóð lömunin aðeins í 4
mín. Væri 3,4-benzpýren gefið 24
klst. á undan zoxazolamíni, stóð
lömunin aðeins í 17 mín. Sami
skammtur af zoxazolamíni var að
sjálfsögðu notaður í öll skiptin.
Helmingunartími zoxazolamíns er
9 klst. í kontrólrottum, 48 mín.
eftir fenemal og 10 mín. eftir
benzpýrengjöf.
Hvatamögnun breytir ekki að-
eins lengd lyfjaverkunarinnar,
heldur einnig styrk (intensiteti)
hennar. T. d. drepast allar kontról-
rottur, þegar gefinn er 150 mg/kg
skammtur af zoxazolamíni, en
engin deyr, þegar gefinn er
skammtur af 3,4-methylcholan-
thren 24 klst. áður. Á sama hátt
minnkar bráð eiturverkun í til-
raunadýrum á lyfjum eins og
mepróbamati, fenemali, strýkníni,
díkúmaroli, warfaríni, fenýlbúta-
zoni og lidocaíni, þegar hvata-
magnarar eru gefnir áður. Aftur
á móti eykst eiturverkun þeirra
lyfja, sem umbreytast í virka
metabólíta (t. d. nítrostigmin), ef
áður er gefinn hvatamagnari.
Sé rottum gefið fenemal, auk-
ast afköst hvatanna, sem brjóta
niður díkúmarol. Sams konar ár-
ansrur fæst, þegar fenemal er srefið
sjúklinsnm á díkúmarol-meðferð,
þ. e. lækkuð plasmaþéttni og þar
með minnkuð verkun lyfsins. Þeg-
ar hætt er að gefa fenemal, verða
þessi gildi, þ. e. plasmabéttni og
prothrombintími, á tiltölulega
stuttum tíma (5—8 dögum) þau
sömu og í unphafi (mynd VI).
Þegar gefin eru samtímis kúm-
arinlyf og barbítúröt eða önnur
lyf. sem magna niðurbrotshvatana
í lifur, þarf mun hærri skammta af
kúmarin lyfjum til þess að við-
unandi árangur náist, heldur en
þegar kúmarin lyfið er gefið eitt
sér. Af þessu leiðir, að hættulegar
blæðingar geta orðið, þegar hætt
er að gefa barbítúrötin, ef kúmar-
inskammturinn er ekki minnkaður
samtímis.
Fenemal magnar einnig niður-
brot annarra lyfja, sem mikið eru
notuð. Plasmaþéttni fenytóins var
borin saman í tveimur hópum
flogaveikisjúklinga, sem voru í
langtímameðferð með 300 mg af
fenytóini daglega. Annar hópur-
inn fékk til viðbótar 120 mg af
fenemali á dag. Plasmaþéttni
fenytóins var mun lægri hjá þeim
hóp, sem tók fenemalið.
Samtímagjöf þessara lyfja hjá
flogaveikisjúklingum veldur ekki
erfiðleikum, þar eð fenemalið verk-
ar líka á flogaveiki. Hins vegar
má að sjálfsögðu búast við alvar-
legum truflunum, ef aðrir hvata-
magnarar, sem ekki verka á floga-
veiki, eru gefnir flogaveikisjúkl-
ingum á fenytóinmeðferð. Önnur
dæmi um hvatamögnun eru áhrif
fenýlbútazons á antipýrin og
fenemals á grisofulvín niðurbrot-
ið.
Langvarandi gjöf lyfs getur
ekki aðeins örvað niðurbrot ann-
arra lyf ja, heldur einnig magnað
sitt eigið niðurbrot. Þessi hæfi-
leiki sumra lyfja (t. d. fenýlbúta-
zon, tolbútamíð, klórcyclizín)
skýrir í sumum tilfellum þá þol-
myndun (tolerance), er verður,
þegar lyf eru gefin í langan tíma.
Glútetimíð þol orsakast af slíkri
sjálfsmögnun þessa lyfs. Senni-
lega gildir það sama um mepró-
bamat.
Morfín og petidín þol stafar aft-
ur á móti ekki af auknu niður-
broti, heldur af breyttu næmi
taugakerfisins gagnvart þessum
ljrfjum (cell tolerance, pharma-
cological tolerance).
Það hefur verið vitað í meira
en 10 ár, að 3,4-benzpýren og