Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Page 52

Læknaneminn - 01.03.1970, Page 52
LÆKNANEMINN 46 gangsköstum, sem illa eða ekki svöruðu meðferð. Mun þetta hafa átt sinn þátt í, að margir skurð- læknar hafa horfið frá henni. Við vagotomia selectiva eru, eins og áður er getið, rami hepa- tici og coeliaci ekki teknir sundur. Með því er reynt að komast hjá starfrænum truflunum þarma neðan við pylorus og gallvega. Stefnt er einungis að því að gera fullkomna vagal denervatio á maga. Með þessari tegund vago- tomíu er jafnframt gerð annað- hvort pyloroplastik, þ. e. að pylor- usvöðvinn er tekinn sundur og séð til þess, að endar hans nái ekki að gróa saman að nýju, eða resecto antri (antrectomia). Pyloroplastikin minnkar ert- ingu í antrum vegna greiðari tæm- ingar maga og þar með einnig gastrínmyndun. Með því að gera antrectomia er stefnt að því að fjarlægja gastrín framleiðandi hluta magans. Ekki er þó hægt að upphefja gastrínmyndun alveg þar sem í duodenum eru einnig gastrínmyndandi frumur. Markmiðið með vagotomia selectiva er þá það, að minnka sem mest sýruframleiðni magans án þess að fórna alltof stórum hluta hans, hindra endurtekna sára- myndun í ríkara mæli en hinar stóru B-I og B-II aðgerðir gera, og síðast en ekki sízt að sneiða eins og verða má hjá fylgikvill- um B-I og B-II (syndromae post gastrectomiae) og niðurgangi við vagotomia totalis. Loks má geta þess, að sumir gera háa resectio á maga (70— 75%), og jejunum bútur með mesenterial fleyg er dreginn upp retrocoliskt og tengdur milli skeifugarnar og maga „end-to- end“. Vegna lítils sýruþols jejun- um slímhúðar verður þó ávallt að gera vagotomia, annars er mjög mikil hætta á sáramyndun í jejun- um stúfnum. Aðgerðin er þekkt undir nafninu jejnum transposi- tion eða interpositio. Lókaorö. Val á aðgerð við maga- eða skeifugarnarsár er ekki alltaf ein- falt. Á að gera B-I, B-II, vagoto- mia totalis eða selectiva með afrennslis-aðgerð ? Því miður er ekki hægt að svara þessu tæmandi og flestar aðgerð- irnar hafa sínar ákveðnu „indica- tiones' í vissum tilfellum. Af því moldviðri greina og talna, sem birtar eru um þetta efni má þó a. m. k. frá okkar sjónar- hóli draga eftirfarandi ályktanir: Þeir sjúklingar, sem hafa hlotið skurðlæknismeðferð annað hvort með B-I eða B-II aðgerðum virðast hafa svipaðar batahorfur, þ. e. um 75% ná allgóðum bata. Fylgikvill- ar B-II aðgerðarinnar virðast þó öllu tíðari en við B-I. Má þar nefna „dumping syndrom", an- emíu og malabsorption. 1 því sam- bandi má benda á, að það virðist starfrænt rökréttara að tengja saman magastúf og skeifugörn eftir resectio, en að tengja mag- ann beint niður í mjógirni (járn- resorption í duodenum, ófullnægj- andi blöndun galls við fæðuna). Við mat á vagotomíum verður að hafa það hugfast, að enn er reyndin af þeim of skammvinn til þess að kveða megi þar unp nokkurn endanlegan dóm. Segja verður þó, að sé tekið tillit til þeirrar vitneskju, sem við höfum um starfsemi magans og sármynd- anir, er aðgerðin rökrétt. Þess má og geta, að enn sem komið er virðist þessi aðgerð ásamt með pyloroplastik, antrectomia eða jejunum-transposition hafa hærri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.