Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Page 58

Læknaneminn - 01.03.1970, Page 58
LÆKNANEMINN 48 SJÚKRA TILFELLI HJALTI ÞÓRARINSSON, dósent Sjúklingur er 77 ára gömul kona, sem var vistuð á sjúkrahúsi vegna hósta, vaxandi mæði, seyð- ingsverkja í vinstri síðu og mikils magnleysis. Einkennin byrjuðu þrem mánuðum fyrir komuna á sjúkrahúsið. Konan hafði yfirleitt verið heilsuhraust. Hún hafði aldrei reykt. Uppgangur hafði verið nokkur, fyrst slímkenndur, en síð- ar gulgrænleitur. Af og til lítils háttar blóðtrefjar í hráka. Verk- urinn í vinstri síðu hafði ekki ver- ið sár, en stöðugur og versnaði nokkuð við djúpa öndun. Sjúkling- ur hafði tvisvar á þessu tímabili fengið hitaköst, sem stóðu í 7—10 daga. Mestur hiti mældist 39,4° að kvöldi. Heimilislæknir hafði gefið fúkalyf í bæði skiptin. Sjúklingur hafði létzt um 12— 14 kg á þessum þrem mánuðum. Nokkuð hafði borið á ógleði. upp- köstum og niðurgangi síðustu 2— 3 vikurnar fyrir komuna á sjúkra- húsið. Síðustu vikurnar hafði sjúklingur haft vaxandi óþægindi frá liðamótum, einkum ökklalið- um, verki og sársauka við hreyf- ingar. Við komuna á sjúkrahúsið var konan miög veik, næstum ósjálf- biarga. Húðlitur fölur, en ekki húðblámi. Ekki fundust útvortis eitlastækkanir. Framan á búknum og í handar- krikum voru brú.nleitir blettir á húðinni. þeir stærstu 1x1,5 cm. Blóðþrýstingur var 105/70 mm Hg, púls 100/'mín., linur, en reglulegur. Öndun 24/mín., frem- ur grunn. Það var sýnilega minni öndunarhreyfing á vinstri brjóst- helft og deyfa þeim megin, mest neðst. Við hlustun var öndun nær upphafin yfir neðri tveim þriðju hlutum vinstra lunga, en mjög veikluð öndun yfir vinstri lunga- toppi, nokkuð blásandi. Töluverð þrýstingseymsli ofan við og yfir ökklaliðum og sársauki við hreyf- ingar í þeim. Annað ekki mark- vert við skoðun. Röntgenmyud af lungum sýndi þéttan skugga yfir vinstra lunga og hjarta, og miðmæti var svolítið vinstra megin miðlínu. Röntgen- mynd af ökklum sýndi töluverða nýmyndun á beini, beggja vegna bæði á sköflungi og sperrilegg rétt ofan við kastlínur. Blóðrauði mældist 10.6 g %, hæmatocrit 34%, hv. blk. 7,800, sökk 20, blóðsykur 97 mg %, blóð- urea 130 mg %, (n. 17—40), alk. fosfatasi 5,4 Bodanski ein. (n. 1.5—4), natríum í serum 122 mEq/1 (n. 130—145), kalíum 5,8 mEq/1 (n. 4.1—5.6), klóríð 90 mEq/1 (n. 97—106), bíkarbónat 27 mEq/1 (n. 24—28). Þvag APS-. Leit að illkynja frumum í hráka tvívegis neikvæð. Sjúklingi var gefin all mikill vökvi og lækkaði blóðurea þá fliótt niður í 80 mg%. Hiti var 37,3—38° á meðan sjúklingur dvaldi á sjúkrahúsinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.