Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Side 79

Læknaneminn - 01.03.1970, Side 79
LÆKNANEMINN 67 Nogle baggrunde for det planlagte symposium om „Læge- uddannelsen og U-landene“. Þátttaka íslendinga. Það, sem nú hefur verið rakið, sýnir glögglega, að full ástæða er fyrir Islendinga tengda læknisfræði að fylgjast með og taka virkan þátt í starfi á þessum samnorræna grundvelli. Bæði er það, að lækna- deildir á hinum Norðurlöndunum eru skyldar okkar að byggingu, við svipuð vandamál er að etja, og svo hitt, að óvíða í heiminum er heilsu- gæzla á hærra stigi en í þessum löndum. Læknisfræði er mjög alþjóðleg fræðigrein og mikið ríður á því, að læknamenntun í litlu landi ein- angrist ekki og dragist ekki aftur úr. Norðurlandaþjóðirnar hafa einnig mjög opin augu fyrir framförum á sviði læknismenntunar í öðrum löndum, einkum Bandaríkjunum. Það, sem helzt gerir okkur erfitt fyrir, eru langar ferðir og manna- fæð. En hin sígilda afsökun íslendinga um fæð, fátækt og smæð vill þó oft verða ódýr fyrirsláttur fremur en fullgild ástæða fyrir sára- lítilli virkni þeirra í samskiptum sem þessum. Þess er stundum ekki gætt, að fulltrúar á fundum erlendis séu sæmilega upplýstir um fund- arefnið, kannski gripnir upp með stuttum fyrirvara og sendir. Iðu- lega eru fulltrúar á stórum ráðstefnum allt of fáir til að þess sé nokk- ur kostur, að þeir geti fylgzt með megninu af því, sem fram fer. Stirð- leiki í málum háir oft, svo að þátttaka í hröðum umræðum verður örðug. Leikni í slíkum umræðum á móðurmálinu sjálfu er reyndar einnig oft sáralítil miðað við erlenda ráðstefnugarpa. Innlegg íslenzkra fulltrúa verður af þessum sökum oft takmarkað við frásagnir, hvernig þetta og hitt er heima á Fróni, en minna er um frumleg innskot. Við heimkomu vill það bregðast, að fulltrúar geri hlutaðeigandi aðilum grein fyrir samkomum þeim, sem þeir hafa sótt. Kannski er alls ekki eftir upplýsingum gengið. Upplýsingamiðlun vill því stundum vera í lágmarki. Þegar svo er í pottinn búið, er von, að fólk spyrji, hvaða gagn sé að þessum ráðstefnuferðum, og að það líti á þær sem hálfgerðar munaðarreisur eða venjulegar innkaupaferðir. Mig grunar, að þá fyrst fari íslendingar að hafa verulegan hagnað af samskiptum eins og inn- an NFMU, er þeir geta lagt eitthvað af mörkum sjálfir, miðlað öðrum af sérstakri reynslu, hversu þversagnakennt sem þetta kann að hljóma. Benda má á í þessu sambandi, að við læknadeild H. I. eru aðstæður á ýmsan hátt hagstæðar til að reyna nýjungar í kennslu, einkum vegna nánara sambands nemenda við aðalkennara en víðast hvar annars staðar. Hvað Félag læknanema varðar og þátttöku þess í framangreind- um samtökum, þá er ljóst, að miklu fleiri félagsmenn en nú þurfa að vera vel upplýstir um NM, NFMU og reyndar einnig IFMSA. Félagið verður að eiga næga fulltrúa, sem komið geta fram af fullri reisn gagn- vart þessum stofnunum, hvenær sem er. Til að tryggja samfellu í fé- lagsstarfinu þarf að vera fullkomin reiða á gögnum félagsins, en á því hefur viljað vera misbrestur. Ég hvet að lokum félagsmenn til að kanna þau gögn, sem F. L. á, og taki hver það sérsvið, sem áhugi býður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.