Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Side 88

Læknaneminn - 01.03.1970, Side 88
n LÆKNANEMINN izt aftur til skila. Erindi tveggja seinni framsögumannanna, Matthiasar E. Halldórssonar og Einars Thoroddsen, féllu undir „létt móralskt hjal,“ og þótti fundarmönnum þau standa vel undir slíku. A5 loknum framsöguerindum ræddi revisor svo um algengari varnarmátana og bætti við mörgum fróðlegum upplýs- ingum. Svaraði hann ýmsum fyrirspurn- um. Fundurinn var óvenju fjölmennur, og góður fundarandi ríkti meðal hinna 110 fundarmanna. Á fundinum var Ásgeir Theodórsson kosinn stúdentaskiptastjóri. Fundur var haldinn í F. L. 18. des. 1969. Fundarefnið var „Takmarkanir inn í deildina og skýrsla Davíðs Daviðs- sonar og Ottós Björnssonar." Á fund- inum var mættur Ottó Björnsson, töl- fræðingur, og skýrði hann skýrsluna I forföllum Davíðs Davíðssonar, pró- fessors. Taldi hann töflurnar m. a. sönn- un þess, að nauðsyn væri á stöðluðu stúdentsprófi, ef einkunnatakmörkum yrði beitt. Svaraði hann svo fyrirspurn- um að lokinni tölu. Á þessum fundi voru einnig mættir þeir Magnús Gunnarsson, form S.F.H.I., og Allan V. Magnússon, form Stúd- entaráðs. Skýrði Allan frá bréfi, sem háskólaráði hefði borizt frá læknadeild, þar sem farið er fram á, að ráðið fari fram á það við ráðherra, að stúdents- próf verði staðlað (i ákv. greinum). Hófust siðan almennar umræður, og sögðu þá ýmsir hvað þeim bjó í brjósti. Frá stjórninni kom tillaga I þrem lið- um varðandi: 1. staðlað stúdentspróf í ákveðnum greinum, 2. sameiginlegt grunnnám með nátt- úrufræðiskor, sem lyki með prófi, 3. hækka lágmarkseinkunn á 1. árs prófi. Eftir nokkur orðaskipti féllu menn frá liðum 1 og 3, en miklar umræður urðu um 2. lið. Fór þá svo, að skipuð var samræmingarnefnd og skyldi hlut- verk hennar að gera tillögu um sam- einingu 1. árs læknadeildar og náttúru- fræðiskorar. Þ. D. B. Arshátíð. Árshátíð F. L. var haldin 27. febrúar. Fyrri hluti hennar fór fram í XI. kennslustofu H. I. Þar flutti Brjmleifur Steingrlmsson, héraðslæknir, á Selfossi ræðu, sem hann nefndi „Læknirinn og þjóðfélagið". Fletti hann þar ofan af Barnard og slíkum köppum. Hlaut hann verðskuldað klapp fyrir. Seinni hluti var háður í Þjóðleikhús- kjallaranum og hófst með borðhaldi. Fjölbreytt dagskrá var þar. Fyrst söng Vilborg Árnadóttir, 1 knanemi, einsöng. Ólafur Jensson, lækni’', hélt ræðu. Þá af- henti Guðjón Magnússon, form. F. L. Kristbirni Tryggvasyni, yfirlækni, gjöf frá læknanemum í viðurkenningarskyni fyrir vel rekinn kursus á Barnaspítala Hringsins. Einar Thoroddsen, lækna- nemi, flutti gamanvísur. Að lokum skemmti „Islandstrúðurinn" Ómar Ragnarsson. Pálmi Frímannsson, stjórn- aði veizlunni við góðan orðstír. Dansað var til 03,00 þ. 28. febrúar s. á. Árshátíð þessi fór að flestu leyti vel fram. Þó skyggði það nokkuð á, að lítill hópur manna hafði fengið sér það rif- legan stuðdósis, að truflun olli bæði við einsöng og ræðu. Lúðví-k Ólafsson. Kúrsusar i miðhluta. 1 síðasta tölublaði Læknanemans (sjá einnig Meinvörp, 1. tbl., 1969) var sagt frá störfum nefnda, sem athuguðu og gerðu tillögur um endurbætur á kúrsusum og annarri verklegri kennslu í II. og III. hluta. Tillögurnar hlutu samþykki á almennum fundum félagsins í haust og voru sendar kennslunefnd deildarinnar og kynntar forstöðumönn- um hinna einstöku námskeiða og kúrs- usa. Hvorki hefur borizt afsvar né sam- þykki kennslunefndar við þessum til- lögum nú í janúarlok, en hér verða stuttlega raktar breytingar, sem þó hafa orðiö á kúrsusunum, að því er miðhluta varðar. Eru upplýsingarnar dregnar saman af miðhlutastúdent. Lyflæknisdeild á Landsspítala: Kúrs- usinn breyttist í nóvember. Þá hófst skipuleg kennsla fyrir stúdenta 5 daga vikunnar, 2 kennslustundir á dag. Læknar og kandidatar á deildinni ann- ast kennsluna, sem lýtur að klínískri lyflæknisfræði, fræðilegri og verklegri. Þar er stúdentum meðal annars kennt að fara með ýmis tæki önnustudeildar (EKG-ritara, monitor, defibrillator, respirator). Áður var kennsla lítil og óskipulögð, og fóru stúdentar oft á mis við hana. Nú er einnig sérstakur um- sjónarmaður (tútor) stúdenta á deild- inni, sem þeir eiga einkum að leita tii um skipulag dvalar sinnar. Stúdentar taka sjúkraskrár, fá þær gagnrýndar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.