Læknaneminn - 01.08.1976, Side 9

Læknaneminn - 01.08.1976, Side 9
verkun gleypla og T-frumna á væki og geta gallar á þessum undirbúningi (antigen presentation) því valdið minnkaðri mótefnamyndun (tálmi 2c). Sjúkl- mgar með ’Wiskott-Aldrich sjúkdóm geta ekki mynd- að mótefni gegn fjölsykruvækjum, en svara prótín- vækjum eðlilega. Er lalið að gleyplar þessara sjúkl- inga geti ekki undirbúið vækin á þann hátt að þau virki B-frumur. Sumir einstaklingar með tálma 2 hafa minnkað magn allra flokka mótefna, en hjá öðrum er aðeins lækkun á einum eða tveimur flokkum (tálmi 2d). Algengust er lækkun á IgA, en skorti á öðrum flokk- um, einum eða fleiri, hefur einnig verið lýst. Fæstir þessara galla hafa verið skilgreindir m. t. t. erfða- fræði eða sjúkdómseinkenna. Ein tegund, sem ein- kennist af vöntun á IgG og IgA en aukning á IgM, er þó tengd X-litningi. Eitilfrumur þessara sjúklinga svara „phytohemagglutinin“ (PHA) vækjum minna en eðiilegt er. Myndun IgG og IgA mótefna er tímgil- háðari en framleiðsla IgM og gæti þessi sjúkdómur því varpað ljósi á eðli þessarar tímgilverkunar. Tálmi 3: Óvirk mótefni hafa fundist hjá sjúkling- um með eðlilegt magn allra meginflokka mótefna. Sértæk mótefnasvör þessara sjúklinga hækka ó- verulega eða ekkert þrátt fyrir endurtekið áreiti vækja, og þeir fá sams konar sýkingar og fólk með algeran mótefnaskort. Alvarlegustu sýkingar fólks með lækkuð mótefni eru af völdum hýddra (encapsulated) ígerðarmynd- andi baktería, sem þekja þarf með mótefnum og C3 komplímenti (opsonization) áður en átfrumur geta gleypt þær. Sjúklingar með mótefnaskort og eðlileg- an fjölda B-frumna eru jafn næmir fyrir sýkingum og þeir, sem algerlega vantar B-frumur. Það er magn mótefna í blóðinu sem ræður úrslitum, en hins vegar getur sjúkdómsmyndin verið talsvert breytileg eftir því hvaða flokk eða flokka mótefna vantar. Osértœlear bilanir í vókerfi Komplíment gallar. (Tálmi 4). Einstaklingar með eðlileg mótefni, en gallaðan þriðja komulímentþátt (C3) fá svipaðar sýkingar og þeir, sem skortir mót- efni. Þetta bendir til að eitt megin varnarhlutverk mótefnanna sé að ræsa (activate) komplímentkerfið til að kalla á gleyplinga (chemotaxis) og undirbúa bakteríur undir að verða gleyptar (opsonization). Gallað C5 hefur einnig fundist hjá sjúklingum með skert ónæmissvör (tálmi 4b), þó að líka hafi fundist heilbrigðir einstaklingar með þennan galla. Gallar gleyplinga. (Tálmi 5). Margir gallar hafa fundist í gleyplingum. I fyrsta lagi geta þeir verið of fáir eða vantað alveg (agranulocytosis). I öðru lagi getur hreyfanleiki þeirra og svörun við toghrif- um (chemotactic responsiveness) verið minnkað („lazy leucocytes“), og í þriðja lagi valda efna- skiptagallar minnkaðri hæfni til að drepa bakteríur. Best þekkta dæmið um efnaskiptagalla í gleyplingum er krónísk granulomatosis (CGD) í börnum. Atfrum- ur slíkra barna hafa eðlilega gleypihæfni, en upp- vakning á hexosa-leiðinni (hexose monophosphate shunt) verður ekki, og súrvatn (H202) myndast ekki þó að frumurnar hafi gleypt bakteríur. Orsök þessa galla er ekki fullþekkt, en ýmislegt bendir til að h ann liggi í hydrogenasa isoensimkerfinu. Sjúk- lingar með CGD veikjast yfirleitt ekki af völdum þeirra baktería sem hrjá fólk með gölluð mótefni eða komplíment. Þær bakteríur eru katalasa-neikvæðar og eru sjálfar taldar mynda nægilegt súrvatn til að hinir gölluðu gleyplingar geti ráðið niðurlögum þeirra. Tilraunir in vitro sýna líka, að gleyplingar frá sjúklingum með CGD drepa þessar bakteríur en hafa hins vegar sáralítil áhrif á katalasa-jákvæðar bakteríur svo sem staph. aureus, aerobacteria og s. marcesceus. Þær síðarnefndu eru einmitt meginskað- valdur sjúklinga með CGD. Meltikorn (lysosomes) gleyplinga geta líka verið gölluð. I Chediak-Higashi sjúkdómi sjást í fryminu stór korn, sem sennilega hafa myndast við samruna einstakra meltikorna vegna óstöðugleika í himnunni, sem umlykur þau. Þá hefur verið lýst arfbundnum skorti á einum efnakljúfa i meltikornum (myeloper- oxidasa) í sjúklingum með útbreiddar candida sýk- ingar. Má búast við að fleiri erfðagallar í efnakljúfa- kerfi meltikornanna eigi eftir að finnast. HELSTU ÓNÆMISBILUNARSJÚKDÓMAR Á síðustu árum hefur komið æ betur í ljós, að ýmsar sjúkdómsmyndir (syndromes), sem stafa af ónæmisgöllum og hafa verið taldar sérstakir sjúk- læknaneminn 7

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.