Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.12.1979, Blaðsíða 7
Frumurannsóknir með nálstungu Gunnlaugur Geirsson læknir Nálstunguaðferðir til lækninga hafa verið ofarlega á baugi í heimspressunni, enda þótt ekki sé kunnugt um íslenska lækna, sem nota hina aldagömlu kín- versku læknislist. Sú nálstunguaðferð, sem hér skal greint frá, er beitt til sjúkdómsgreiningar og hefur ekki verið hampað í fjölmiðlum. Hún þykir nota- drjúg og ryður sér svo mjög til rúms meðal lækna, að vert þykir að kynna ábendingar þar sem aðferð- in kemur að haldi og vara við annmörkum henn- ar. Lækningarannsóknir taka æ stærri hluta af rými og rekstrarkostnaði sjúkrahúsa og tæknin, sem not- uð er við að greina heilt frá sjúku, er fjölbreytt og ber hugvitsemi manna glöggt vitni. Sá mikli bálkur vísinda, sem meinafræði kallast, hefur þróast í ýmsar áttir: vefjameinafræði, blóðmeinafræði, lífefna- (meina)fræði og sýklafræði svo nokkuð sé nefnt, en hver þessara kvíslast í ótal undirgreinar. I vefja- meinafræði er talað um sérfræðinga í neuropatologi, dermatopatologi, endocrin-patologi, histokemi, immunohistopatologi, electron-microscopi og cyto- patologi. Listinn er engan veginn tæmdur, enda er ætlunin að fjalla aðeins um hið síðastnefnda. Ollum sérgreinum er það sammerkt, að vita meira og meira um minna og minna, og sérfræðingum hættir lil að einangrast á rannsóknastofum sínum. Slíkt má ekki henda frumurannsóknir, þar eð samstarf kliniskra lækna og rannsóknalæknis er forsenda árangurs. Þessu til útlistunar má gera samanburð á frumu- rannsóknum og einhverri annarri lækningarannsókn t.d. einhverju algengu ,,blóðprófi“. Rannsókn á blóðsýnishorni beinist að sjúkdómi, sem tekur til alls líkamans eða endurspeglast í blóð- inu, svo sem verður við sykursýki, nýrnasjúkdóma eða truflun í kalkbúskap. Hinar hefðbundnu aðferð- ir analytiskrar kemiu skila niðurstöðum í quantita- tiv mælieiningum. Þessar blóðrannsóknir eru vel staðlaðar og traustar í höndum meinatækna, sem LeiSari cg nálar til sýnatöku. annast blóðtökur og mælingar undir forsjá lífefna- fræðinga og lækna. Frumugreiningu er beitt við greiningu staðbund- ins sjúkdóms, sem stundum er torvelt að ná til og er oftast um að ræða mismunargreiningu bólgu eða æxlisvaxtar. Urlesturinn nýtur eldci sérstakra mæli- tækja heldur byggist greiningin á „subjectiv“ mati við smásjárskoðun frumanna. Velvæðing frumu- rannsókna verður að bíða þess tíma, er tölvusneið- myndatæki. marka hið sýkta svæði svo unnt sé að beina sýnistökunálinni rétla leið. Orlestur sýnanna mun þá fara fram í tölvu, sem skráir útlínur frum- anna og ber saman við upplýsingabanka, sem þar er LÆKNANEMINN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.