Læknaneminn - 01.12.1979, Page 9
Skyndidauði ungbarna
(Vöggudauði, Sudden infant Death Syndrome)
Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir
„Þá dó sonur þessarar konu um nótt,
af því að hún hafði lagst ofan á hann.“
Fyrri Konungabók 3:19.
Stundum kemur það fyrir að ungbörn deyja skyndi-
lega í rúmi sínu án þess að vitað sé um undanfar-
andi sjúkdóm eða að vegsummerki hendi á slys eða
voveiflegan dauðdaga. Þegar krufning hefur farið
fram, fæst í sumum tilfellum viðhlítandi skýring, svo
sem lungnabólga eða heilahimnubólga, en alltaf
verður eftir nokkuð stór hópur þar sem krufning
leiðir ekki í ljós dánarsök. Þessi hópur myndar það
sem kallast Sudden Infant Death Syndrome eða
Skyr.didauði Ungbarna. I daglegu tali er jjetta oft
nefnt Vöggudauði. Fyrirbærið er vel þekkt meðal
vestrænna þjóða og hefur verið mikið rannsakað á
síðustu tveimur áratugum. Þessi grein mun leitast
við að rekja þá sögu að nokkru.
Faraldursfrœði
Skyndidauði ungbarna er nú talin ein algengasta
dánarorsök barna á aldrinum eins mánaðar til eins
árs, þ.e. eftir að kornabarnasjúkdómunum sleppir.
Tíðnitölur eru til frá ýmsum löndum og eru skráðar
allt frá 0.06/1000 til 3/1000 lifandi fæddra og virð-
ast algengastar um 2/1000 lifandi fæddra barna. A
nokkrum stöðum hafa tíðnitölur milli ára verið born-
ar saman og kernur jtar í Ijós að tíðni hefur farið
lækkandi með lækkuðum ungbarnadauða af öðrum
ástæðum. Aldursdreifing er mjög einkennandi. Flest
tilfellin finnast á aldrinum 2-4 mánaða (um 80% á
aldrinum 1-5 mán.). Sveinbörn verða oftar fyrir
þessu en meybörn og eru um 60% tilfellanna dreng-
ir. Þess ber þó að gæta að fæðingartala og dánar-
tala sveinbarna er hærri en meybarna. Lág fæðing-
arþyngd og fæðing fyrir tíma virðist auka áhættuna
eitthvað. Sama sést hjá fleirburum. Hærri tíðni hef-
ur sést hjá dökku kynflokkunum jtar sem hægt er
að beita samanburði innan sambærilegra landsvæða.
Þar blandast þó félagslegar aðstæður inn í málið,
en í ijós hefur komið aukin tíðni hjá fátækum og
borgarbúum. Tiðni meðal óskilgetinna barna er einn-
ig aukin og eins meðal barna mæðra, sem fá litla
læknisþjónustu í meðgöngu. Sjúkdómar móður í
meðgöngu virðast jró ekki skipta máli. Hins vegar
skiptir aldur foreldranna máli því að áhættan er
aukin hjá mæðrum vngri en 20 ára, en ]jó ekki hjá
fyrsta barni jjeirra. Á tímabili var talið að brjósta-
gjöf minnkaði áhættuna á skyndidauða, en ekki hef-
ur verið hægt að sýna fram á það með endurtekn-
um athugunum, né heldur virðist kúamjólk auka
áhættuna. Ekki hefur tekist að sýna fram á erfða-
þátt og tíðni er ekki aukin við skyldleikagiftingar.
Hins vegar er tíðnin hjá síðari börnum í fjölskyld-
um, þar sem skyndidauði ungbarns hefur jtegar kom-
ið fyrir, lítillega aukin. Ekki þykir þó rétt að ráð-
leggja ]dví fólki að draga úr frekari barneignum, jtar
sem tíðniaukningin er mjög lítil. Á vetrum er skyndi-
dauði ungbarna aukinn, sérstaklega þar sem vetur
eru kaldir og rakir. Dauðsföllin verða á öllum dög-
um vikunnar, en lang oftast milli miðnættis og klukk-
an 9 á morgnana. Flest börnin deyja heima hjá sér
og eru oftast talin sofandi áður. Það virðist ekki
skipta máli hvort þau liggja á bakinu, maganum eða
hliðinni og sjaldnast eru merki um að jjau hafi brot-
ist um á dauðastundinni. Fullorðnir eru oft í sama
herbergi á þeim tíma, sem barnið telst deyja og oft-
ast heyrist ekkert óeðlilegt frá barninu.
Heilsufar þessarra barna er almennt talið gott.
Sumir hafa þó bent á að vöxtur þeirra og jjroski sé
oft í lægri mörkum. Samkvæmt skilgreiningu er
um að ræða óvæntan og skyndilegan dauðdaga
án undanfarandi veikinda. Á síðustu árum hefur þó
verið safnað upplýsingum um að ýmis konar smá-
LÆKNANEMINN
7