Læknaneminn - 01.12.1979, Qupperneq 12
aði í öndunarfærum eða hjarta, sem nægi til að
valda skyndidauða. Um þær flestar má segja að
þær geta átt við í einstökum sjaldgæfum tilfellum
(sem þá ekki. lengur heyra undir skilgreiningu á
skyndidauða ungbarna), en slíkir vanskapnaðir
finnast vissulega ekki í neinum verulegum hluta til-
fella. Ein slík hugmynd gerir ráð fyrir galla í leiðslu-
kerfi hjartans, sem valdi hjartsláttaróreglu og
skyndidauða. Þeirri hugmynd hefur verið hafnað á
grundvelli vandaðra krufninga.
Þá hafa margar hugmyndir komið fram um nær-
ingarskort. electrolytatruflanir og hormónatruflanir.
Flestar eru byggðar á athugunum á fáum tilfellum
og ekki hefur verið hægt að staðfesta þær þegar
fleiri tilfelli eru athuguð.
Sú hugmynd, sem hefur átt hvað mestu fylgi að
fagna síðustu 8 árin, er hin svokallaða andhléshug-
mynd (apnea theory). Bent var á, að sum þessi börn
höfðu sögu um andhlé (apnea) í svefni nokkru áð-
ur en þau dóu skyndidauða. Þetta var talið líkjast
andhléum í svefni hjá fullorðnum, sem eiga í erfið-
leikum með öndunarstjórn vegna heilaskemmda. Eft-
ir það eða frá 1972 var farið að leita að merkjum
um króniska öndunartruflun við krufningar. í meira
en helmingi krufninganna fundust hyperplasia í smá-
slagæðum lungna, óeðlilegt magn fósturfitu, blóð-
myndun í lifur og lítillega minnkaður líkamsvöxtur.
Þetta er allt talið byggjast á lélegri öndun og lélegri
súrefni-mettun blóðs. Sem stuðning við og útskýringu
á þessari hugmynd hafa menn bent á að carotid bo-
dies er oft Iítt þroskaðir hjá þessum börnum, en í
þe'm eru efnaskynjarar, sem auka öndunartíðni þeg-
ar pOo blóðs lækkar. Þá er verið að reyna að sýna
fram á skort taugafrumna (neurona) og fjölga glia-
frumna (astrocyta) í öndunarstöðvum heilans. Þess-
arsíðasttöldu rannsóknireru þómjög erfiðar og enn
skammt á veg komnar. Heilastofninn, þar sem önd-
unarstöðvarnar eru. hefur hærri efnaskipli en aðrir
hlutar heilans í fósturlífi og er því ef til vill við-
kvæmari fyrir skemmdum. Nýlega hafa verið mældar
truflanir í rafsviði heilastofns hjá börnum, sem hætt-
ir lil alvarlegra andhléa. Þessar niðurstöður gætu
bent til þess að um smávægilega og staðbundna
heilaskemmd sé að ræða. Hún getur ekki verið mikil
því að börnin eru nánast eðlileg, eins og að ofan
hefur verið rakið, þar til þau deyja skyndilega.
Miklar athuganir eru nú á döfinni, sem beinast að
því að finna öndunartruflanir hjá börnum áður en
þau deyja skyndidauða. Beynt hefur verið að fylgj-
ast með öndun með sérstökum mælitækium (moni-
tor) hjá völdum hópum barna á sjúkrahúsum og í
heimahúsum. Spágeta er þó ekki komin á það stig
enn að segja megi fyrir um það hverjum þurfi að
fylgjast með og hverjum ekki.
Fjölda margar aðrar hugmyndir hafa komið fram
og er engin leið að gera þeim nokkur skil. Nokkur
dæmi má nefna: 1) Fráhvarfsdauða eftir fíknilyfja-
neyslu móður,2) ofhitnun (hyperpyrexia), 3) b!óð-
rek til lungna. 4) heilabjúgur, 5) litningagallar, 6)
hvítblæði, 7) æðaskemmdir, 8) truflun á starfsemi
hvítra blóðkorna, 9) skortur á surfactant í lungum,
10) hypoglycemia o.s.frv. Allar þessar hugmyndir
og margar fleiri hafa verið ræddar í læknalímaritum
og verða ekki frekar útlistaðar hér. Stundum er um
hreina hugdettu að ræða, en stundum eitthvað sem
finnst hjá takmörkuðum fjölda tilfella. Algild skýr-
ing hefur ekki fundist, en rannsóknum er haldið
áfram af fullum krafti.
VmrœSur
Af ofanrituðu má vera ljóst, að oft er erfitt að út-
skýra skyndidauða ungbarna fyrir leikmönnum.
Nauðsynlegt er þó að sinna aðstandendum látinna
barna vel og reyna að útskýra eins og hægt er fyrir
foreldrum og öðrum. hvað um er að ræða. Sorg og
missir foreldranna eru mikil undir þessurn kringum-
stæðum þegar heilbrigt barn er skyndilega látið og
enga bitastæða skýringu að fá. Oft blandast líka
sektarkennd öðrum tilfinningum. Foreldrarnir velta
því mikið fyrir sér, hvort hefði mátt koma í veg fyr-
ir dauðsfallið með betri gæslu eða umhirðu, hvort
þau hafi hugsanlega vanrækt eitthvað eða misst af
einhverju veikindamerki, hvort lífgunartilraunir hafi
verið nægjanlegar, hvort læknir eða sjúkrabíll hafi
komið nógu snemma o.s.frv. Flestar þessar spurn-
ingar og sektarkenndin, sem fylgir þeim, eru óhjá-
kvæmileg. Undirbúningur að dauðsfallinu er enginn
og stundaræsingur getur valdið því, að minnið um
atburðarásina er ekki sem best. Auk þess kemur
stundum fyrir að barnið er ekki í gæslu foreldranna
10
LÆICNANEMINN