Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Síða 18

Læknaneminn - 01.12.1979, Síða 18
Mynd 5. Btint jósturhjartarafrit. Myndin sýnir silfurspiralrafskautið og staðsetni.ngu jarðrafskauta og útskrift af monitor. I öðru lagi skráir monitorinn hjartsláttinn á blað með hitapenna, sem hlykkjótt línurit. I þriðja lagi er oft hljóð- og ljósakerfi, sem tifar og blikkar við hvern hjartslátt svo fylgjast má með taktinum á sama hátt og hægt er að hlusta á hann þegar hjartsláttarhljóðritun er notuð. V nl á tæUni viS shráningu fósturhjart- sláttar (FHR) Áður minntumst við á hinar svokölluðu áverka- lausu aðferðir til að mæla og fylgjast með fóstur- hjartslætti. Þær má nota til þess að fylgjast með fóstrinu í móðurkviöi á meðgöngu og í byrjun fæð- ingar áður en belgir hafa sprungið og legháls víkk- að svo að hægt sé að koma upp rafskauti. Það er margt sem truflar áðurnefnda mælingartækni, eins og hreyfingar, líkamsgerð og almennt ástand móður, t.d. sé hún kvíðin og með vöðvaskjálfta. a) Óbeina hjartarafritið mengast af rafboðum frá hjarta (ECG) og vöðvum móðurinnar (electro- myogram) sem hindrar að hægt sé að telja fóstur- hj artsláttinn nákvæmlega. b) Hjartahljóðritun (Phonocarcliography) truflast frá utanaðkomandi hljóðum, bæði innan og utan móðurinnar og í fæðingu, frá hreyfingum móður og rembingi. c) Hátíðnihjartahljóðritun (Ultrasound) er því algengust til þess að skrá fósturhjartslátt, bæði í meðgöngu og í fæðingu fram að því stigi að bein skráning er möguleg. Nú eru flestir monitorar gerðir svo, að nota má bæði beina og óbeina aðferð við fósturhjartsláttar- ritun. Síðan velur sá sem fæðingu stjórnar þá aðferð sem best á við hverju sinni. Þegar tengt er í eitt tæki annars vegar fósturhjart- sláttarritun og hins vegar hríðaritun og bæði ritin eru skráð út á sama strimil, vex gildi monitorsins, því þá má sjá tengsl hjartsláttar við hríðir, sem er aðalatrið ð og það sem máli skiptir. (Mynd 7.) Þessi monitor gefur hríða- og hjartsláttarrit og þannig er skammstöfunin CTG (Cardiotocograph) til komin. 16 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.