Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 26

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 26
volta tækni, Cobalt00 og síðar Iínuhraðara. Engu að síSur skulum viS líta á nokkrar staðreyndir. Ljóst er að í kjölfar róttækra skurSaSgerSa fá 15-25% sjúklinganna meinvörp í eSa nálægt aS- gerSarsvæSi (local recurrence, recidiv) innan fárra ára. Lengi vel var talið aS þessi „staðbundnu“ mein- vörp stöfuðu af því, að ekki hefði tekizt við frum- aðgerð að fjarlægja æxlið nægilega rækilega af brjóstveggnum, en nú eru flestir sammála um að slík meinvörp á brjóstvegg eru í nær öllum tilfellum (>90%) hluti af mun víðtækari meinvörpum. Með geislun á brjóstvegg í kjölfar skurðaSgerðar er unnt að lækka tíðni slíkra „staðbundinna“ mein- varpa niður í 5%. Hins vegar er mjög deilt um hvort slík geislameðferS sé réttlætanleg þar eð a) „StaSbundin“ meinvörp á brjóstvegg séu ekki lífshættuleg. b) Slík meinvörp svari vel geislameðferð, þegar þau koma í Ijós (í 15-25% sjúkl.). c) Sjúklingar, sem feng:ð hafa geislameðferS í kjölfar skurSaðgerðar hafa ekki lifað lengur en þeir, sem ekki hafa verið geislaðir. d) GeislameSferS á brjóstvegg sé ekki áhættulaus, bandvefsmyndun i lungum, erting í axlarlið, auk- in bjúgmyndun á handlegg, áhrif á hjarta og gollurhús og tímabundin lymphopenia og ónæm- isbæling geti átt sér stað. e) Hér sé hreinlega um ofmeðferð að ræða þar sem tveim róttækum staðbundnum aSferðum sé beitt gegn sjúkdómi, sem í raun sé oftar en ekki ut- breiddur viS greiningu. Sé skurðaSgerðin hinsvegar ekki róttæk, hafi æxl- ið verið fast við brjóstvegg og ekki náðst frá. æxlis- vöxtur verið í skurðbrúnum eða meinvörp orðið eít- ir í holhönd, getur geislun orðið nauðsynlegur þáttur í frummeSferSinni. Jafnframt þeirri þróun, sem lýst er að framan, að minnka skurSaSgerðirnar, hefur þáttur geisla- lækninga í frummeðferS brjóstkrabbameina auk’st. ÞaS þótti nokkur dirfska þegar Mc Whirter (1948) innleiddi brottnám brjósts (simple mastectomia) og geislun á brióstvegg og eitlasvæði sem frummeð- ferð. Síðan hafa margar samanburðarrannsóknir leitt í Ijós að ekki er marktækur munur á árangri eftirtalinna aðgerða: Extended radical mastectomia Radical mastectomia Modified radical mastectomia Radical mastectomia -j- geislun Simple mastectomia -j- geislun. Þrátt fyrir að brjóstkrabbamein komi nú jafnan fyrr til meðferðar en áður var, eru talsverð brögð að því að sjúklingar leiti ekki læknis fvrr en æxlið er orðið óskurðtækt, oft má með geislameðferð minnka slík æxli svo að unnt sé í kjölfarið að gera róttæka skurSaðgerð. Loks ber að geta þess notagildis geislunar, sem mest athygli hefur vakið á síðustu árum og miklar vonir eru bundnar viS. Hér er átt við geislun sem frummeðferð eftir að bnúturinn hefur verið fjar- lægSur úr brjóstinu, sýni jafnan tekin úr holhönd en brjóstið sjálft ekki fjarlægt. MeS hávoltatækni og geislavirkum Iridium nálum, sem þræddar eru í gegnum brjóstið má ná mikilli geislun á brjóstvef- inn og forðast mjög lýtandi aðgerS. BráðabirgSa- tölur benda til að árangur slíkrar meSferðar jafnist á við það sem næst meS hefðbundnum skurðaðgerS- um. Þá má ekki gleyma því að geislameðferð getur á mjög áhrifamikinn hátt dregið úr verkjum sem hljótast af meinvörpum í beinum. HormónálœUningar Allt frá síðustu aldamótum hefur hormónalækn- ingum verið beitt við meðferð á útbreiddum brjóst- krabbameinum. Ekki er um það deilt að estrogen hafa áhrif á vöxt brjóstkrabbameina, enda var brott- nám eggjastokka fyrsta aðgerðin, sem bar árangur gegn meinvörpum. Þriðjungur premenopausal kvenna fær verulega bót við þessa aðgerð en engin lækningu. Brottnám eggjastokka í kjölfar frummeð- ferðar (mastectomiu) lengir nokkuS tímann þar til meinvörp koma fram, en ekki líf umfram það, sem fæst. ef eggjastokkar eru fjarlægðir þegar/ef mein- vörp koma í Ijós. Unnt er með geislun að gera eggja- stokka óvirka (geislacastration) og ná þannig sama árangri og með brottnámi. Þriðjungur postmenop- ausal kvenna meS meinvörp fá bót eftir brottnám nýrnahettna, sama gildir um stóran hóp þeirra prem- 22 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.