Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 33

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 33
„staðbundin“ meinvörp á brjóstvegg og engin aukn- ing á öðrum krabbameinum hefur sézt meðal þeirra, sem fengu CMF. Fjöldamargar aðrar rannsóknir svipaðar þeirri sem hér hefur verið lýst eru í gangi viða um heim. Flestum ber saman um gagnsemi slíkrar meðferðar í premenopausal konum og margir lýsa einnig mark- tækum árangri í postmenopausal sjúklingum. Til- hneigingin síðustu árin befur verið að stytta með- ferðina, byrja sem fyrst eflir aðgerð og auka við skammtana eins og unnt er. Sumir mæla með að nota Adriamycin strax í byrjun, einkum hjá sjúkl- ingum með verstar horfur (> 3 eitla). Áleitin spurning var, hvort sjúklingar, sem fá fjöllyfjameðferð í kjölfar skurðaðgerðar og síðar fá meinvörp, mundu þá svara fjöllyfjameðferð. Reynslan hefur sýnt að svo er, slíkir sjúklingar svara iðulega sömu fjöllyfjameðferð eða þá öðrum Ivfjum. Óiift'ui islœkningar Þessi lækningaaðferð hefur enn ekki náð fótfestu í meðferð brjóstkrabbameina og bíður því betri tíma. Lokaorð Hér hefur verið rætt nokkuð um helztu aðferðir við meðferð á brjóstkrabbameinum. Fjöldamörgum spurningum er ósvarað og mörg ár líða þar til unnt er að meta endanlegan árangur nýrra aðferða. Þó hafa fáeinar línur skýrzt á síðustu árum. Menn hafa horfið frá mjög róttækum skurðaðgerðum, gildi geislunar í kjölfar slíkra aðgerða hefur verið dregið í efa en ný svið opnast fyrir geislameðferð. Þótt flestir séu sammála um að uppræta beri frum- æxlið eins vel og kostur er, hafa augu manna opnasl fyrir því að brjóstkrabbamein er iðulega útbreidd- ur sjúkdómur við greiningu og verður því ekki læknaður með staðbundnum aðgerðum, hversu um- fangsmiklar sem þær eru. Betri skilningur á vexti og útbreiðslu sjúkdómsins, aukin aðstoð frá undir- stöðugreinum (t.d. mæling hormónatengja) og betri lyf munu gera meðferðina markvissari og áhættu- minni. Aukinn skilningur almennings á slíkum fram- förum mun draga úr ótta sjúklinganna og ásamt bættri greiningartækni stuðla að fyrri greiningu. Loks er skylt að minna á að óvíða í læknisfræði tvinnast fastar saman sálræn og líkamleg vandamál og því verður meðferð á sjúklingum með brjóst- krabbamein ekki góð nema að hvoru tveggja sé hugað. HEIMILDARRIT Almenn: Henderscn IC, Canellos CP, Canccr c;f llie breast: The past decade, Part I, The New England Journal of Medicine 1980; 301: 17-30. líenderscn IC, Canellos CP. Cancer cf the breast: The past decade, Part II. The New England Journal cf Medicine 1930; 30-2: 78-90. Seidtnan H. Statistical and epidemiological data on cancer of the breast. Monograph, American Cancer Society Inc. New Ycrk, 1979. SknrSlœkningar: Rcsemcnd GP, Maier WP. Role of mastectomy in breast cancer. Seminars in Oncology 1974; 1:97-100. Urban JA. Changing patterns cf breast cancer. Cancer 1975; 37: 111-117. Laccvr J, Bucalcssi P, et al. Radical mastectcmy versus radical mastectomy plus internal mammary dissection. Fiv - year results cf an international cocperative study. Cancer 1976; 37: 206-214. Geislameðjerð: Stjernsward .1. Adjuvant radiotherapy trials in breast cancer. Cancer 1977: 39: 2346-2867. Levene MB, Harris JR, Hellman S. Treatment cf carcinnma cf tho breast by radiation therapy. Cancer 1977; 39: 2810- 2345. Mrn'.agee EÐ, Cutierrez AE, Barker JL, Tapley NV, Flet- cher GH. Conservation surgery and irradiation fcr the treat- ment rf favcrable breast cancer. Cancer 1979; 43: 1038- 1061. Ilellman S. Levene MB. Harris JR. Radiaticn therapy as primary treatment fcr early carcinoma of the breast. Ameri- ran Cancer Society Natienal Ccnferen"e Brcast Canccr - 1979 (New Ycrk Sept. 1979) abstraet 25. Hormónani'ðjerð: Kennedy B). Hormonal therapies in breast ca :cer. Seminars in Oncclogy 1974; 1:119-130. Ravdin RG, Lcwisrn EF, Slack NH, llao TL, Gardner B, State D. Fisher B. Results of a clinical trial ccncerning the wrrth cf prophvlactic cophorectomy fcr breast carcinonta. Surgery, Gynecclogy and Obstetrics 1970; 1035-1054. Mc Guire WL. Current status of estrogen receptors in hum- an breast cancer. Cancer 1975: 36:638-644. Framh. á bls. 36. LÆKNANEMINN 25

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.