Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 37

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 37
korns lokar inni rúm, innrúm, fyllt matrix. Himnan er fáum rafhlöðnum efnum gegnfær, nema sérstak- ar dælur vinni að því. Greiðari för eiga fituleitin efni um himnuna. Ondunarkeðjan er í hinmunni. Hvatar Krebs-hrings eru á floti í innrúmi. Þar er sægur annarra hvata. 1 innrúm safnast oft kalsíum- fosföt. DNA lykkja orkukorns (mit-DNA) er í innrúmi. Hún er talin tengd innhimnu á einum stað. Þá eru ríbósóm þarna. Kjarnasýrur orkukorns hafa engin hein viðskipti við aðrar kjarnasýrur frumunnar, svo vitað sé. Þannig er t.d. mRNA orkukorns ekki þýtt utan þeirra, né er kjarnættað mRNA þýtt i orku- korni. Lítið er vitað um hvað gerist í bilinu á milli himnanna. Úthimnan er ólík öðrum himnum frumunnar að gerð. Mikið er af stórsykru-sameindum i henni. og er hún gegnfær flestum sameindum allt að 10.000 Daltonum að þyngd. Ekki er himnan nákönnuð enn. Þar er þó þekktur hvatinn MAO, monoamín oxidasi, notaður sem kennileiti. Þar eru hvatar sem taka þátt í fitubúskap frumunnar. Enn má nefna hexonkínasa og þykir mörgum undarlegt. I innhimnu sitja hvatar öndunarkeðjunnar, að meðtöldum ATP-myndandi hvata. Þar sitja og marg- ar dælur sértækar, og fara afköst sumra eftir öndun orkukornsins. Dælurnar færa yfir himnuna ýmsar jónir, s.s. kalsíum og fosfat; fitusýrur, adenín-nú- kleótíða, prótónur frá NADH (komnar að utan frá gerjuninni), þá aminósýrur, pýrúvat, fleiri núcleó- tíða og ýmsa þunga transitional málma, svo eitthvað sé nefnt. Við öndun er H+jónum skellt út fyrir innhimn- una, eftir verður neikvæð spenna inni og lútkennd lausnin, en utan við himnuna þá orðið súrara. Þar með er orðin til misdreijing ejna (H+) og raj- hleðslu: Til er orðinn halli, brekka, gradient, m.t.t. H+, einnig rafspenna. Menn halda að Hábrekkan sé nýtt til að mynda ATP frá ADP og Pi: H+ leitar niður (inn) í orkukornið, innyfir innhimnuna — þessi „þrýstingur“ H+ sé virkjaður. Kenning þessi er kennd við Peter Mitchell2. Raf- spennan, sem til staðar er, telja menn að eigi ein- hvern þátt í þessari oxidatífu phosphorylation, ATP myndun. Sá þáttur er allur óljósari. Kemur þar inn í færsla jóna yfir innhimnuna, m.a. kalsíums. Er það flókið mál, enda margt óskýrt enn þar. iVóiiíif nm orhuhorn Hvar: Orkukorn er að finna í öllum heilkjörn- ungum, ef frá eru skildar mjög sérhæfðar frumur á leiðarenda, s.s. rauð blóðkorn, eða frumur í yztu lögum húðar. Orkukorn er aldrei að finna í forkjörn- ungum, enda taiin ,.jafnokar“ þeirra. I heilkjarna jurtafrumum eru orkukorn. Þau eru talsvert frá- brugðin orkukornum dýrafruma, en hafa minna ver- ið könnuð. Breytileiki: Þess var áður getið að orkukorn ólíkra fruma hafa mjög liið sama eðli. Lítilsháttar munur er þó á, og eru ýmis dæmi um það gefin síðar. Yfirleitt telja menn mitochondriur hverrar frumu allar eins. Það hafa menn talið sjálfsagt, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í þvi. Lögun: er óregluleg. Ofl eru þau aflöng eða egg- laga, stundum kúlulaga, stundum samhangandi lang- ar dræsur. Uthimnan er slétt áferðar. Innhimnan verpist inn á við á mörgum stöðum, myndar þann- ig spilverk inn í holið, kölluð cristæ (mynd 3); með því móti getur yfirborð innhimnu samanlagt verið margfalt yfirborð frumunnar að fiatarmáli. Stœrð orkukorna er mjög mismunandi. Lengd í mannafrjmu oft þ4—V2 micrometrar. Verða miklu stærri í ýmsum frumdýrum s. s. Trypanósómum, þá jafnvel 8 micrometrar að lengd (og þá aðeins eitt að tölu); eins í brjóstvöðva húsflugunnar; (rautt blóðkorn er 8um í þvm.). Öeðlilega stór (og slöpp) verða orkukorn í lifur við skort á B2 vítamíni og skort á kopar, svo dæmi séu nefnd. Fjöldi: I mörgum mannafrumum er fjöldinn 10-30 orkukorn. I kirtilfrumunum oft miklu meiri, jafn- vel mörg hundruð; eru frumurnar þá þéttsetnar þeim. Sem fyrr segir fjölgar orkukornum með því, að þau skipta sér — hvernig, vita menn ekki náið, en talin engjast í sundur, ekki ólíkt bakteríum. En orkukorn eru og talin renna saman undir sumum kringumstæðum og jafnvel talin eiga mök saman. Er það haft eftir Pjotr Slonimsky, einum af páfum fræðanna.3 Hvar halda orkukornin sig innan jrumunnar? Ekki hafa fundist nákvæmar reglur um þetta. Þó er læknaneminn 29

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.