Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.12.1979, Blaðsíða 39
oacetic-sýru, þá fæst cítrín-sýra; hvatar hringsins naga af cítrín-sýrunni bæði H og C02 þar til oxal- óacetic-sýra er aftur fengin. NAD flutti H yfir á öndunarkeðjuna. Ondunarkeðjan er staðsett í innhimnu orkukorns- ms. Henni er ofí lýst sem „röð“ efna (ensíma og kóensíma): NAD - FAD-CoQ - cyt b - cyt c - cyt a - (02). Við öndun er H+ dælt út fyrir himnuna, en elektrónan talin „hlaupa“ eftir „strengnum“, keðj- unni, yfir íil 02, sem er hinn endanlegi viðtakandi rafeinda (H+ og é komið upphaflega frá „redúser- uðum“, hydrogeniseruðum fæðuefnum). Aður var talað lauslega um hugmyndir Peters Mitchells um hvernig ATP myndist frá ADP og Pi. Hann áleit að aðaldriffjöðrin við ATP-myndun væri H+-gradientin, hábrekkan, sem verður til við önd- un. M. ö. o.: 1. öndun, 2. H+ halli verður til, 3. hall- inn nýttur til ATP-myndunar. (H leitar inn yfir himnuna aftur, „þrýstingur“ þess er virkjaður til ATP-myndunar frá ADP og Pi ). Fáar spurningar hafa lagst með meiri þunga á hug líffræðivísindamanna, en sú, hvernig oxidatif phos- phorylatio (ATP myndun við öndun) fari fram. Enn er þeirri spurningu ekki svarað. Kenning P.M. þykir þó hafa fært menn nær svari. Fékk hann Nóbels-verðlaun fyrir vinnu sína á þessum sviðum. Færsla jóna yfir himnuna fylgir öndun og „ox- andi fosíær.ngu“ (eins og einhver þýddi oxidativa phosphorylation). Fyrst og fremst er um Ca++ að ræða, einnig fosfat; en játa verður, að jónsýslan er ekki mjög náið þekkt enn. Mjög mikið hefur verið unnið á þessu sviði hin síðari ár. Einkum er mikill áhugi á stjórn orkukorns á kalki í frymi. Er það ekki undarlegt: kalk getur hvatt mikinn fjölda hvata, og latt jafnmarga. Beta oxidation fitusýra fer fram í orkukornum, og ekki annars staðar í frumunni. Jóna - stjórn hefur oft verið nefnd. Talið er að í mörgum frumum sé stjórn á kalkmagni frymis aðal- lega í höndum orkukorna. Þó grípa þar aðrir aðil- ar inn í, úthimna frumunnar, „míkrósómin“ (endo- plasmic reticulum) - og í þverrákóttum vöðvafrum- um eru sérhæfðar himnumyndanir í aðalhlutverki, þ.e. „sarcoplasmiskar vesikúlur“. Með því að breyta kalkmagni í frymi gætu orkukorn haft afgerardi áhrif á fjölda hvata. Hem - syntliesa. Myndun hem - kjarnans fer að mestu leyti fram innan orkukorna. Hem — kjarni er notaður í cytokróm öndunarkeðjunnar. Og í blóð- rauða, hemóglobín; reyndar í nokkra aðra hvata s.s. catalasa, sem eyðir H202 (mikilvægt við eyð- ingu „frírra radíkala"). Steróíð (kynhormón) eru a.n.l. gerð í orkukorn- um: stigin cholesterol - progesterone gerast innan orkukorna; frekari tilvinnsla þeirra gerist utan þeirra; hydroxylation á cholecalciferol (vítamín D) í stöðu 1 og 25 fer a.n.l. fram í orkukornum (enn tengsl við kalk-búskap). Uppbygging lípíða fer fram bæði utan og innan orkukorna. Þó eru vissir hvatar sem nauðsynlegir eru í þessari uppbyggingu, sem einungis finnast í orkukornum. Urea hringur þarf á orkukornum að halda. Einn hvata hans, ornithin carbamoyl transferasa, er að- eins að finna í orkukornum. Gerjun sumra sykurtegunda (þeirra sem ekki valda „glucose repression") er háð DNA orkukorns, sem þar með er orðið meðábyrgt fyrir stjórn gerj- unar4. Gerjun annarra sykurtegunda (þeirra sem valda glucose - repression; glúkosa, frúktósa, mann- ósa) er og líklega að einhverju leyti háð DNA orku- korns6. „Fríir radikalar“ eru taldir framleiddir að ein- hverju leyti í orkukornum (vide-supra). Þetta er ekki mikið kannað enn. Gró-myndun (sporulation) tvílitna gerfruma verður ekki nema orkukorn séu í fullu fj öri. Er þetta af mörgum talið benda til þess að sérhæfing yfirleitt þurfi á orkukornum að halda. Rímar þetta vel við upplýsingar frá spendýrafrumum. Hitaframleiðsla frumunnar verður fyrst og fremst í orkukornum. Ahrij á kjarna. Samvinna er mjög flókin milli hinna tveggja erfðakerfa frumunnar, kjarnakerfis og kerfis orkukorna. Áður er getið, að bæði cýtókróm a og b eru gerð hvort um sig af mörgum peptíðum, og eru sum peptíðin mynduð innan orkukorna en sum utan þeirra. Er ekki vitað hvernig þau berast að utan og inn. En skemmtileg er þessi samvinna tveggja ólikra protein-myndandi kerfa við myndun einstakra proteina. Ljóst er líka að orkukorn hafa áhrif á kjarnastarfsemi, sem sést m.a. á því, að ÍÆKNANEMINN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.