Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 48

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 48
(sjá mynd 1). Fissura ani er algengasta orsök fersks blóð í hægðum yngri barna. Oftast má sjá fissuruna við skoðun á endaþarmi og oftast er saga um hægða- tregðu. Ekki fylgir slímhúðarfragilitet (sbr. að rec- tal expl framkallaði blæðingu), útbrot eða húð- blæðingar. Er því ekki sennilegt að það sé orsökin í þessu tilviki enda enga slíka fissura að sjá. Intus- ussceptio kemur einnig til álita, venjulega er kviður áberandi aumur í slíkum tilfellum og stundum finnst fyrirferðaraukning. Verkir þeir sem telpan hafði bæði fyrir og eftir innlögn voru þess eðlis að vel gæti samrýmst intusussceptio, ákafir kviðverkir sem komu í hviðum og og verkjaleysi á milli. Hins veg- ar var kviður ekki aumur nema rétt við fyrstu skoð- un og skoðun á kvið var algjörlega eðlileg bæði í og á milli verkja. Meckel’s diverticulum getur vald- ið miklum ferskum blæðingum fyrst og fremst rec- talt og eins blóðugum uppköstum. Kviðverkir fylgja einnig oft þótt það sé ekki alltaf. Hins vegar býst maður ekki við viðkvæmum slímhúðum í endaþarmi eða húðútbrotum, hvorki við intusussceptio né Mec- kel’s diverticulum. Hvers kvns gastroenteritar geta vahlið niðurgangi og blæðingum vegna viðkvæmra slímhúða, hugsanlega einnig útbrotum en ekki húð- blæðingum. Faces ræktanir fyrir enteropathogen bakteríum var þó negatíf, viral enteritar eru vart það slæmir að blæðinga verði vart. Gangren í görn í kjölfar volvulus er ekki sennilegt í þessu tilviki enda var skoðun á abdomen eðlileg allan tímann, sem telnan lá inni og ekkert sem benti á intraab- dominal neyðarástand. Engin merki voru um peri- tonitis. Oesofhageal varices geta valdið bráðum og miklum biæðingum hiá börnum. Það verður jró að teliast sialdgæf orsök. Oftast liggja jrá að baki krón- ískir lifrarsjúkdómar. Einnig er algengara að jjær valdi blóðugum uppköstum fremur en rectal blæð- ingum. Ulcus pepticum í maga eða skeifugörn er vel þekkt meðal barna svo og polypar í meltingar- vegi. Eki býst maður þó við viðkvæmum slímhúðum eða útbrotum með þeim sjúkdómum. Eru jrekktar húðlesionir með Peutz-Jahger siúkdóm en Jrað eru pigment sem jrá koma fram. Colitis Ulcerosa er vel Jrekktur af því að valda rectal biæðingu. niðurgangi, kviðverkjum og slímhúðarfragiliteti, útbrotum, lið- verkjum og liðbólgum. Þetta sést einnig við vas- culita eins og Henoch-Schönlein syndrome jtegar litlar æðar bólgna, oftast í kjölfar sýkinga eða pesta, springa síðan og valda blæðingum víðs vegar um líkamann. Þannig koma fram útbrot og þá gjarn- an húðblæðingar, blæðingar frá slímhúð melting- arvegs getur vaklið hematemesis eða rectal blæð- ingu og allheiftarlegum kviðverkjum. Þá geta æðar sprungið í og við liði og valdið liðbólgum, einnig i nýrum, hematuri og í versta falli nephrotísku synd- dómi. Hljóta því H.S. og C.H. að koma sterklega til greina. Yfirþyrmandi sýkingar svo sem sepsis eða meningitis geta valdið blæðingum, bæði í húð og meltingarveg. Þessi telpa var hitalaus en vegna út- brota og sýkingarlegrar blóðmyndar var telpan með- höndluð sem sepsis þar til greining lá fyrir. Pseu- d'omembranous enterocolitis er sjaldgæfur hjá börn- um og kemur allajafna í kjölfar alvarlegra veikinda eða langvarandi antibiotica gjafa. Hvorugu var til að dreifa hér. Blæðingasjúkdómar (ITT, TTP, Hemofilia, Thrombocytopenia) eru ekki líklegir, thrombocytar voru eðlilegir, blæðingapróf sem voru lengd við komu normaliseruðust fljótlega eftir komu. Verður vikið að blæðingaprófunum lítillega síðar. Ekki var útilokað að telpan hefði verið með hettu- sótt skömmu fyrir innlögn og Jjví hugsanlegt að hún væri með hettusóttar-pancreatitis. Mæling mótefna gegn hettusóttarvírus (neg) mælir jró gegn jrví. Gangur og meðferð Við komu var telpan verulega meðtekin og bar merki um þurrk. Ilún fékk vökva í æð og sýklalyf, Gentamicin 5 mg/kg/dg iv og Ampicillin 200 mg/- kg/iv, vegna gruns um sepsis í upp hafi. Eftir komu á spítalann hafði telpan áfram rectal blæðingar og korglituð uppköst (pós. f. blóði). Jafnframt fékk hún slæm kviðverkjaköst sem komu í köstum, en var góð á milli. Hún var hitalaus og lífsmörk eðlileg. Þetta ástand hélst nær óbreytt í 5 sólarhringa en þá rénuðu kviðverkirnir. Ef reynt var að gefa telp- unni að drekka á þessum tíma kastaði hún jafnharð- an upp. Um svipað leyti og kviðverkir hættu og telp- an fór að taka næringu um munn varð vart útbrota og húðblæðinga um ökla og fótleggi báðum megin. Skömmu síðar breyttust þeir í marbletti. Sýklalyfja- gjöf var hætt strax og niðurstöður ræktana lágu fyrir. Hún útskrifaðist síðan á 10. degi eftir komu í ágætu ástandi einkennalaus. 38 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.