Læknaneminn - 01.12.1979, Síða 50
ingin, sem verður á upptökunni milli 4 og 24 klst.
eftir að geislavirka joðið hefur verið tekið inn.
Rose Bengal er efni, sem parenchymfrumur lifrar-
innar taka í sig úr blóðinu og skilja út í gallvegi
eftir nokkrar mínútur. Þetta efni má binda geisla-
virku joði (1311) og kanna þannig virkni lifrar-
frumanna og meta ástand gallvega. Þessa rannsókn
má framkvœma með línuskanna, en hún er miklu
auðveldari með gammamyndavél. Hún hefur verið
gerð hér nokkrum sinnum síðan gammamyndavélin
kom, en að vísu með öðru efni: Fyrir fáum árum
tókst að binda ísótópinn !l!)mTc á N, a — (2,6-diet-
hylacetanilide) - iminodiacetic acid (IDA). Þetta
efni hegðar sér mjög líkt og Rose Bengal. 90mTc
er hins vegar miklu hagstæðari ísótópur en 131I til
rannsó'kna in vivo eins og brátt verður vikið að.
Telja mætti upp fleiri rannsóknir af þessu tagi,
sem gerðar hafa verið erlendis, ýmist sem rútína
eða sem rannsóknarverkefni, en lítt. eða ekki hér.
Dæmin eru mýmörg og möguleikar á nýjum aðferð-
um nánast ótakmarkaðir.
Sá ísótópur, sem mest er notaður við in vivo rann-
sóknir er án efa 90mTc. Er vafasamt, að þessar rann-
sóknir hefðu náð þeirri útbreiðslu, sem raun er á,
ef þetta efni hefði ekki komið til sögunnar.
Technetium (4oTc) er í 7. grúppu lotukerfisins
og því skylt joði og klór. Allir ísótópar þess eru
geislavirkir. Nafnið er gríska (= gerviefni) og til-
komið vegna þess að þetta frumefni var búið til á
tilraunastofu áður en það fannst í jörðu. Lengi vel
var haldið að efnið væri ekki til í náttúrunni, en árið
1961 tókst þó loks að einangra það úr úranefna-
yöndu, en technetium myndast einmitt við klofningu
(fission) á 238U.4
9 9mTc er framleitt á þann hátt, að kjarnar ísó-
tópsins 98Mo eru látnir gleypa nifteindir (neutrón-
ur) og breytast þeir við það í "Mo. Þetta efni er
geislavirkt með helmingunartíma 67 klst., sendir
frá sér betageisla og breytist um leið í 99mTc. 99Mo
er bundið á jónaskiptasúlu (resin) og með því að
láta ísótóniskt saltvatn renna gegnum súluna, skol-
ast 99mTc af henni, en 99Mo verður eftir og heklur
áfram að breytast í 99mTc. Eftir sólarhring er jafn-
vægi komið á aftur, þannig að jafn mikið myndast
og eyðist af 99mTc á hverri tímaeiningu. Skola má
súluna eins oft og óskað er, en mest fæst af 99mTc
með því að láta líða sólarhring á milli. Fengin er
ný súla á viku fresti.
Technetium 99m var fyrst búið lil árið 1939. Árið
1962 voru birtar niðurstöður rannsókna á biolog-
iskri hegðun þess og um svipað leyti birtust fyrstu
greinarnar um notkun þess við skönnun.4'17
Kostir frumefnisins 99mTc til þeirra rannsókna,
sem hér er fjallað um eru einkum þessir:
1. Það sendir nær eingöngu frá sér gammageisla,
en ekki t.d. betageisla (eins og 131I) eða alfageisla,
sem gera ekki annað en valda vefjum líkamans
óþarfa geislun, þar sem þeir komast ekki út úr lík-
amanum inn í mælitækin.
2. Gammageislarnir eru hæfilega orkuríkir: þeir
smjúga vel út úr líkamanum en stöðvast hins vegar
vel í skynjurum mælitækjanna, en það er forsenda
þess að þeir mælist.
3. Efnið eyðist hæfilega fljótt. Helmingunartími
þess er 6 klst., þannig að efnið eyðist ekki að ráði
meðan rannsóknin varir, en er nánast horfið eftir
sólarhring frá inngjöf. (6% eftir, ef ekkert skilst út,
annars minna). Helmingunartíminn er þó fullstuttur
fyrir ýmsar rannsóknir, t.d. cisternographiu, sem
áður var minnst á, þar sem gera þarf mælingar
sólarhring eftir inngjöf og jafnvel síðar.
4. Nokkuð auðvelt er að sameina þetta efni öðr-
um efnum, sem eru meira og minna sérhæf fyrir
mismunandi líffæri. í viðbót við það efnasamband
sem áður var getið til lifrar- og gallvegarannsókna,
má nefna tin- eða brennisteinskolloíð, sem reticulo-
endothelial kerfið tekur upp, ýmis fosfórsambönd,
sem taka þátt í efnaskiptum beina og DTPA, gluco-
heptonate o.fl., sem hlaðast upp í nýru og skiljast
hægt úr þeim. Framfarir í að merkja hin ýmsu
efnasambönd með 99mTc hafa þó ekki verið svo
örar sem skyldi og eru mörg vandamál enn óleyst.
Til dæmis væri mikill fengur í því, að hægt væri að
sameina 99mTc efnum, sem komast yfir „blood-brain-
barrier“ heilans og kanna þar með efnaskipti í
heilanum, verkun lyfja o.s.frv. Vandamál í þessu
sambandi er að sjálfsögðu einnig, að mólekúlin
breytast þegar 99mTc tengist þeim. Enda þótt breyt-
ingin sé í mörgum tilfellum óveruleg, getur hún
stundum haft í för með sér gjörbreytta fysiologiska
hegðun efnisins.
40
LÆKNANEMINN